Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. október 2024 07:02 Torfi (til hægri) ásamt Jeb Bergensten, yfirmanni sínum og aðalhönnuði Minecraft. Stórleikarinn Jack Black til hægri. Torfi Frans Ólafsson er listrænn stjórnandi hjá Microsoft þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Hann hefur í nógu að snúast og stýrir ýmsum verkefnum fyrir Microsoft og Mojang framleiðanda Minecraft en þessa dagana ber þar einna hæst Minecraft myndin sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Torfi hefur unnið náið með leikstjóra myndarinnar að því að koma veröld hins heimsfræga tölvuleikjar á hvíta tjaldið. „Þetta er lang skemmtilegasta starf sem ég hef verið í,“ segir Torfi í samtali við Vísi. Hann segir það að vera listrænn stjórnandi í tölvuleikjum ekki ósvipað því að vera leikstjóri í bíómynd. Torfi hóf feril sinn hjá OZ á sínum tíma og starfaði svo um árabil sem stjórnandi hjá CCP. Árið 2019 fékk hann svo vinnu hjá Microsoft við gerð Minecraft, eins frægasta tölvuleik í heimi. Árið 2020 flutti hann svo til Los Angeles. Forsvarsmenn myndarinnar birtu eitt fyrsta myndbandið frá gerð myndarinnar á Youtube á dögunum. Þar fara þeir Torfi og Jared Hess leikstjóri myndarinnar yfir nokkur atriði frá gerð myndarinnar. Kökuátskeppni þar sem kaka er í verðlaun Þar hefur hann verið búsettur undanfarin ár og sem hann kynntist eiginkonu sinni, þáttagerðarkonunni Söru Treem sem meðal annars hefur hlotið Golden Globe verðlaun fyrir þættina The Affair með Dominic West, Ruth Wilson og Maura Tierney í aðalhlutverkum. Þau þekkja það því bæði að hafa nóg fyrir stafni í vinnunni. „Hún lýsti þessu einu sinni þannig að stýra sjónvarpsþáttum, vera „showrunner“ eins og það er kallað er svipað eins og kökuátskeppni, þar sem verðlaunin fyrir að sigra er að borða meira af köku. Það er svipað í mínum bransa,“ segir Torfi hlæjandi. Þau Jason Momoa, Emma Myers, Danielle Brooks og Sebastian Eugene Hansen í hlutverkum sínum í Minecraft myndinni.Warner Brothers Torfi sinnir ógrynni af verkefnum fyrir Microsoft. Það er meðal annars kvikmyndin sem væntanleg er á næsta ári en líka sjónvarpsþættir sem væntanlegir eru á Netflix, sem töluverð leynd ríkir yfir á þessum tímapunkti. Þá stýrir Torfi líka gerð einskonar Minecraft söguupplifun sem verið er að setja upp í Dallas. Torfi útskýrir að það sé ekki sýndarveruleiki, heldur séu skjávarpar úti um allt og gestir fari í gegnum söguþráð í Minecraft heiminum sem búinn sé til í rýminu. Það er því nóg að gera hjá Torfa sem segir eðli vinnunnar þó keimlíkt því sem var hjá honum í CCP. „Stærsti hlutinn af þessu er að vinna með fólki. Maður gerir ekkert af þessu einn, þetta snýst mest um að vinna sem hluti af þessu stóra teymi og þekkja styrkleika sína en leyfa öðru fólki að pæla í því sem þú ert lélegur í og þekkja sín takmörk. Þá gengur þetta allt saman smurt fyrir sig.“ Árið 2012 fylgdi Sigurjón Ólason tökumaður Torfa eftir um höfuðstöðvar CCP þegar hann var þar starfsmaður. Jennifer Coolidge og Jack Black nutu sín á settinu Torfi vinnur með hundrað manna teymum víðsvegar um heiminn þó hann búi í Los Angeles. Hann ferðast því víða í vinnunni en teymi á vegum vinnunnar eru meðal annars stödd í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en við tökur á Minecraft myndinni þurfti Torfi að dvelja í þrjá mánuði á Nýja-Sjálandi þar sem myndin var tekin upp. „Við tókum upp í Auckland á norður eynni. Þetta er ekki höfuðborgin en þar fara fram öll helstu viðskiptin og fleira. Eftirvinnslan fer svo fram í Wellington í stúdíóinu sem Peter Jackson reisti á sínum tíma,“ segir Torfi og vísar þar að sjálfsögðu til leikstjóra Lord of the Rings kvikmyndanna. Hann segir mánuðina þrjá eina þá skemmtilegustu sem hann hafi upplifað í starfi. „Ég vinn náið með leikstjóranum Jared Hess og er aðal listræni ráðgjafinn og samstarfsaðilinn fyrir hönd Minecraft. Svo eru náttúrulega um níuhundruð manns fyrir aftan mig og ég vinn við að reyna að túlka þeirra vilja og koma boðum fram og til baka. Núna erum við í eftirvinnslu og markaðssetningu og það er önnur eins vinna.“ Jon Heder í hlutverki sínu í Napoleon Dynamite einni þekktustu mynd Jared Hess.Vísir/Getty Jared Hess er einna þekktastur fyrir kvikmyndirnar Napoleon Dynamite og Nacho Libre. Torfi segir að honum finnist best að vinna með skapandi leikurum enda veiti hann þeim ákveðið frjálsræði á setti. Því hafi verið tekið upp helling af efni jafnvel þó að einungis hluti þess muni á endanum rata í myndina. Myndin fjallar um fjóra ólátabelgi sem rata á ótrúlegan hátt inn í kubbalaga veröld Minecraft. Með helstu hlutverk fara Jack Black, Jason Momoa, Emma Myers og Jennifer Coolidge svo einhverjir séu nefndir. Torfi segir leikarana hafa notið sín vel á settinu undir stjórn Hess. „Hann er gjarn á að leyfa þeim að spinna og Jack Black til dæmis gerði það ansi mikið. Jennifer Coolidge sem var í White Lotus fer þarna líka með lítið hlutverk. Það var rosalega gaman þegar við höfðum tekið upp allar línurnar, þá sleppti hann af þeim beislinu og þau fengu að njóta sín.“ Minnti á leikhúsárin á Akureyri Torfi segir tökurnar í stúdíóinu einna helst hafa minnt sig á æskuárin á Akureyri þar sem móðir hans Signý Pálsdóttir var leikhússtjóri og Torfi sjálfur mikið í leikhúsinu. Í stúdóinu hafi verið allt til alls, meðal annars leikmunadeild. „Þar sem leikmunirnir voru einfaldlega smíðaðir, málaðir og þetta var svolítið svipað og í leikhúsinu, þar sem allir eru á staðnum. Manni finnst það kannski sjálfsagt en það er mjög óvenjulegt í mínum bransa, tölvuleikjabransanum þar sem allir eru alltaf svo dreifðir. Þú kannski hittir aldrei samstarfsfólk þitt af því að þau eru í Kanada, þó þú eigir í nánum samskiptum við þau alla daga,“ útskýrir Torfi. Hann segir dagana hafa verið langa. Framleiðendur hafi byrjað með ákveðið handrit en svo rekið sig á allskonar takmarkanir og hluti sem ljóst var að yrði að breyta þegar tökur hófust. „En fyrst og fremst var þetta bara rosalega gaman. Við höfðum ekki mikinn tíma til að slaka á en ég setti upp Minecraft servera fyrir leikarana og þá sem voru að vinna að kvikmyndinni. Sá sem spilaði einna mest var einmitt Jack Black og hann sagði mér einmitt að hann héldi að hann hefði eytt meiri tíma í að spila Minecraft en að leika fyrir framan myndavélarnar. Hann var alltaf inni á nóttunni í námunum að leita að demöntum,“ segir Torfi hlæjandi. Ný-sjálensk tenging Hann segir það hafa verið gott að vinna með leikaranum fræga. Hópurinn hafi orðið náinn og Torfi segist hafa kynnst öllum tiltölulega vel sem að myndinni komu, hvort sem um hafi verið að ræða leikmyndahönnuði eða skrifstofufólk. „Þetta var rosalega skemmtilegur vinnustaður. Jack er líka svo skemmtilegur því hann er alltaf svo forvitinn. Hann var alltaf að spyrja á milli þess sem við vorum að taka upp. Það var gaman að kynnast þessu, því auðvitað er fólk alltaf með ákveðnar hugmyndir um svona stjörnur en hann talaði mjög sjaldan um sjálfan sig nema kannski í einhverju gríni og vildi bara fá að vita meira um Minecraft, tónlist og kvikmyndir og því sem fólk hafði áhuga á.“ Torfi segir að sér hafi einnig fundist það áhugavert hvernig heimamenn hafi fundið fyrir tengslum við Íslendinga. Um tíu prósent tökuliðsins hafi verið Maórar, innfæddir Ný-Sjálendingar. Stikla úr Minecraft myndinni birtist á netinu fyrir mánuði síðan. Hún er væntanleg í kvikmyndahús í apríl á næsta ári. „Þeir upplifðu rosa sterka tengingu við Íslendinga, sem aðra eyjaþjóð, þannig það var einhver mjög skrýtin íslensk ný-sjálensk tenging þarna á milli okkar. Svo var passað upp á það í hvert sinn að hefðir þeirra væru virtar þegar tökur hófust og stundum á tökustöðum voru þeir með athafnir og ég náði að kynnast nokkrum þeirra vel.“ Spurður hvernig sé að halda sér á jörðinni með svo stór verkefni í vinnunni segist Torfi fyrst og fremst þakklátur fyrir fjölskylduna sína. Hann á tvo syni sem búa báðir á Íslandi og er duglegur að sækja Ísland heim. „Þetta snýst allt um að vera hluti af teymi en ég neita því ekki að maður er kannski stundum að vinna sautján tíma á dag, vinna með teymum í Svíþjóð og Bandaríkjunum á meðan ég var í Nýja-Sjálandi og þá voru það fundir fyrir tökudaga og svo eftir tökudaga. Þannig þetta gat orðið lýjandi en maður venst þessu og þetta virkar allt mjög eðlilega fyrir manni þegar maður er í miðri hringiðu.“ Bíó og sjónvarp Leikjavísir Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta er lang skemmtilegasta starf sem ég hef verið í,“ segir Torfi í samtali við Vísi. Hann segir það að vera listrænn stjórnandi í tölvuleikjum ekki ósvipað því að vera leikstjóri í bíómynd. Torfi hóf feril sinn hjá OZ á sínum tíma og starfaði svo um árabil sem stjórnandi hjá CCP. Árið 2019 fékk hann svo vinnu hjá Microsoft við gerð Minecraft, eins frægasta tölvuleik í heimi. Árið 2020 flutti hann svo til Los Angeles. Forsvarsmenn myndarinnar birtu eitt fyrsta myndbandið frá gerð myndarinnar á Youtube á dögunum. Þar fara þeir Torfi og Jared Hess leikstjóri myndarinnar yfir nokkur atriði frá gerð myndarinnar. Kökuátskeppni þar sem kaka er í verðlaun Þar hefur hann verið búsettur undanfarin ár og sem hann kynntist eiginkonu sinni, þáttagerðarkonunni Söru Treem sem meðal annars hefur hlotið Golden Globe verðlaun fyrir þættina The Affair með Dominic West, Ruth Wilson og Maura Tierney í aðalhlutverkum. Þau þekkja það því bæði að hafa nóg fyrir stafni í vinnunni. „Hún lýsti þessu einu sinni þannig að stýra sjónvarpsþáttum, vera „showrunner“ eins og það er kallað er svipað eins og kökuátskeppni, þar sem verðlaunin fyrir að sigra er að borða meira af köku. Það er svipað í mínum bransa,“ segir Torfi hlæjandi. Þau Jason Momoa, Emma Myers, Danielle Brooks og Sebastian Eugene Hansen í hlutverkum sínum í Minecraft myndinni.Warner Brothers Torfi sinnir ógrynni af verkefnum fyrir Microsoft. Það er meðal annars kvikmyndin sem væntanleg er á næsta ári en líka sjónvarpsþættir sem væntanlegir eru á Netflix, sem töluverð leynd ríkir yfir á þessum tímapunkti. Þá stýrir Torfi líka gerð einskonar Minecraft söguupplifun sem verið er að setja upp í Dallas. Torfi útskýrir að það sé ekki sýndarveruleiki, heldur séu skjávarpar úti um allt og gestir fari í gegnum söguþráð í Minecraft heiminum sem búinn sé til í rýminu. Það er því nóg að gera hjá Torfa sem segir eðli vinnunnar þó keimlíkt því sem var hjá honum í CCP. „Stærsti hlutinn af þessu er að vinna með fólki. Maður gerir ekkert af þessu einn, þetta snýst mest um að vinna sem hluti af þessu stóra teymi og þekkja styrkleika sína en leyfa öðru fólki að pæla í því sem þú ert lélegur í og þekkja sín takmörk. Þá gengur þetta allt saman smurt fyrir sig.“ Árið 2012 fylgdi Sigurjón Ólason tökumaður Torfa eftir um höfuðstöðvar CCP þegar hann var þar starfsmaður. Jennifer Coolidge og Jack Black nutu sín á settinu Torfi vinnur með hundrað manna teymum víðsvegar um heiminn þó hann búi í Los Angeles. Hann ferðast því víða í vinnunni en teymi á vegum vinnunnar eru meðal annars stödd í Svíþjóð og í Bandaríkjunum en við tökur á Minecraft myndinni þurfti Torfi að dvelja í þrjá mánuði á Nýja-Sjálandi þar sem myndin var tekin upp. „Við tókum upp í Auckland á norður eynni. Þetta er ekki höfuðborgin en þar fara fram öll helstu viðskiptin og fleira. Eftirvinnslan fer svo fram í Wellington í stúdíóinu sem Peter Jackson reisti á sínum tíma,“ segir Torfi og vísar þar að sjálfsögðu til leikstjóra Lord of the Rings kvikmyndanna. Hann segir mánuðina þrjá eina þá skemmtilegustu sem hann hafi upplifað í starfi. „Ég vinn náið með leikstjóranum Jared Hess og er aðal listræni ráðgjafinn og samstarfsaðilinn fyrir hönd Minecraft. Svo eru náttúrulega um níuhundruð manns fyrir aftan mig og ég vinn við að reyna að túlka þeirra vilja og koma boðum fram og til baka. Núna erum við í eftirvinnslu og markaðssetningu og það er önnur eins vinna.“ Jon Heder í hlutverki sínu í Napoleon Dynamite einni þekktustu mynd Jared Hess.Vísir/Getty Jared Hess er einna þekktastur fyrir kvikmyndirnar Napoleon Dynamite og Nacho Libre. Torfi segir að honum finnist best að vinna með skapandi leikurum enda veiti hann þeim ákveðið frjálsræði á setti. Því hafi verið tekið upp helling af efni jafnvel þó að einungis hluti þess muni á endanum rata í myndina. Myndin fjallar um fjóra ólátabelgi sem rata á ótrúlegan hátt inn í kubbalaga veröld Minecraft. Með helstu hlutverk fara Jack Black, Jason Momoa, Emma Myers og Jennifer Coolidge svo einhverjir séu nefndir. Torfi segir leikarana hafa notið sín vel á settinu undir stjórn Hess. „Hann er gjarn á að leyfa þeim að spinna og Jack Black til dæmis gerði það ansi mikið. Jennifer Coolidge sem var í White Lotus fer þarna líka með lítið hlutverk. Það var rosalega gaman þegar við höfðum tekið upp allar línurnar, þá sleppti hann af þeim beislinu og þau fengu að njóta sín.“ Minnti á leikhúsárin á Akureyri Torfi segir tökurnar í stúdíóinu einna helst hafa minnt sig á æskuárin á Akureyri þar sem móðir hans Signý Pálsdóttir var leikhússtjóri og Torfi sjálfur mikið í leikhúsinu. Í stúdóinu hafi verið allt til alls, meðal annars leikmunadeild. „Þar sem leikmunirnir voru einfaldlega smíðaðir, málaðir og þetta var svolítið svipað og í leikhúsinu, þar sem allir eru á staðnum. Manni finnst það kannski sjálfsagt en það er mjög óvenjulegt í mínum bransa, tölvuleikjabransanum þar sem allir eru alltaf svo dreifðir. Þú kannski hittir aldrei samstarfsfólk þitt af því að þau eru í Kanada, þó þú eigir í nánum samskiptum við þau alla daga,“ útskýrir Torfi. Hann segir dagana hafa verið langa. Framleiðendur hafi byrjað með ákveðið handrit en svo rekið sig á allskonar takmarkanir og hluti sem ljóst var að yrði að breyta þegar tökur hófust. „En fyrst og fremst var þetta bara rosalega gaman. Við höfðum ekki mikinn tíma til að slaka á en ég setti upp Minecraft servera fyrir leikarana og þá sem voru að vinna að kvikmyndinni. Sá sem spilaði einna mest var einmitt Jack Black og hann sagði mér einmitt að hann héldi að hann hefði eytt meiri tíma í að spila Minecraft en að leika fyrir framan myndavélarnar. Hann var alltaf inni á nóttunni í námunum að leita að demöntum,“ segir Torfi hlæjandi. Ný-sjálensk tenging Hann segir það hafa verið gott að vinna með leikaranum fræga. Hópurinn hafi orðið náinn og Torfi segist hafa kynnst öllum tiltölulega vel sem að myndinni komu, hvort sem um hafi verið að ræða leikmyndahönnuði eða skrifstofufólk. „Þetta var rosalega skemmtilegur vinnustaður. Jack er líka svo skemmtilegur því hann er alltaf svo forvitinn. Hann var alltaf að spyrja á milli þess sem við vorum að taka upp. Það var gaman að kynnast þessu, því auðvitað er fólk alltaf með ákveðnar hugmyndir um svona stjörnur en hann talaði mjög sjaldan um sjálfan sig nema kannski í einhverju gríni og vildi bara fá að vita meira um Minecraft, tónlist og kvikmyndir og því sem fólk hafði áhuga á.“ Torfi segir að sér hafi einnig fundist það áhugavert hvernig heimamenn hafi fundið fyrir tengslum við Íslendinga. Um tíu prósent tökuliðsins hafi verið Maórar, innfæddir Ný-Sjálendingar. Stikla úr Minecraft myndinni birtist á netinu fyrir mánuði síðan. Hún er væntanleg í kvikmyndahús í apríl á næsta ári. „Þeir upplifðu rosa sterka tengingu við Íslendinga, sem aðra eyjaþjóð, þannig það var einhver mjög skrýtin íslensk ný-sjálensk tenging þarna á milli okkar. Svo var passað upp á það í hvert sinn að hefðir þeirra væru virtar þegar tökur hófust og stundum á tökustöðum voru þeir með athafnir og ég náði að kynnast nokkrum þeirra vel.“ Spurður hvernig sé að halda sér á jörðinni með svo stór verkefni í vinnunni segist Torfi fyrst og fremst þakklátur fyrir fjölskylduna sína. Hann á tvo syni sem búa báðir á Íslandi og er duglegur að sækja Ísland heim. „Þetta snýst allt um að vera hluti af teymi en ég neita því ekki að maður er kannski stundum að vinna sautján tíma á dag, vinna með teymum í Svíþjóð og Bandaríkjunum á meðan ég var í Nýja-Sjálandi og þá voru það fundir fyrir tökudaga og svo eftir tökudaga. Þannig þetta gat orðið lýjandi en maður venst þessu og þetta virkar allt mjög eðlilega fyrir manni þegar maður er í miðri hringiðu.“
Bíó og sjónvarp Leikjavísir Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira