Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 07:31 Orhan Erdemir og Elif Karaarslan fá ekki lengur að koma nálægt eftirlitsstörfum og dómgæslu á leikjum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Hin 24 ára gamla Elif Karaarslan og hinn 61 árs gamli Orhan Erdemir eru bæði komin í ævilangt bann frá dómgæslu eftir að kynlífsmyndbandi af þeim var dreift á samfélagsmiðlum. Karaarslan hafði verið að dæma í neðri deildum tyrkneska fótboltans og Erdemir, sem er fyrrverandi dómari, hafði starfað sem dómaraeftirlitsmaður á leikjum. Samkvæmt tyrkneskum miðlum hefur tyrkneska knattspyrnusambandið nú sett þau bæði í ævilangt bann vegna myndbandsins, en Karaarslan hefur lýst því yfir að hún hyggist leita réttar síns og að það sé ekki hún sem sjáist á myndbandinu. Karaarslan er með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram og hefur verið dugleg að veita þeim innsýn inn í líf dómarans, með myndum og myndböndum af sér á fótboltaleikvöngum. Hún var áður leikmaður Besiktas en hóf dómarastörf eftir að hafa slitið krossband í hné. Nú virðist sem að leikirnir verði ekki fleiri. View this post on Instagram A post shared by Elif KARAARSLAN (@elifkaraarslan_17) Hið sama má segja varðandi eftirlitsmanninn Erdemir, sem áður dæmdi í efstu deild Tyrklands og var með alþjóðleg dómararéttindi. Hann segir myndbandinu hafa verið dreift án hans leyfis: „Ég hef verið sviptur heiðri mínum og fjölskyldu minnar, vinskap og þátttöku í dómarasamfélaginu. Fyrir utan fjárhagslega skaðann þá er tilfinningalegi skaðinn meiri en orð fá lýst,“ er haft eftir Erdemir í Akdeniz Gercek Gazetesi. Segist ekki vera á myndbandinu Játning Erdemir virðist hafa skipt sköpum í þeirri ákvörðun tyrkneska sambandsins að dæma þau Karaaslan í ævilangt bann. Hún hafði haldið því fram að hún væri ekki á myndbandinu. „Reynt hefur verið að bendla mig við þetta myndband en það hefur ekkert með mig að gera og myndgæðin eru verulega slæm. Manneskjan á myndbandinu er ekki ég og svona alvarlegar ásakanir eru árás á mig sem konu. Ég kem hvergi nálægt þessu myndbandi og því var aldrei deilt á neinum af mínum samfélagsmiðlum,“ sagði Karaaslan. Hún skrifaði á Instagram: „Þetta verður langt, lagalegt ferli en við munum koma út úr því sterkrai. Ég hlakka til að njóta fulls stuðnings ykkar og ástar allan tímann. Ég ætla ekki að gráta, væla eða vera sorgmædd – það er ekki ég. Ég mun berjast fyrir mínu allt til enda. Ég er bara ein af þessum sem fólk vill reyna að særa og vonandi er ég sú síðasta.“ Tyrkneski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Karaarslan hafði verið að dæma í neðri deildum tyrkneska fótboltans og Erdemir, sem er fyrrverandi dómari, hafði starfað sem dómaraeftirlitsmaður á leikjum. Samkvæmt tyrkneskum miðlum hefur tyrkneska knattspyrnusambandið nú sett þau bæði í ævilangt bann vegna myndbandsins, en Karaarslan hefur lýst því yfir að hún hyggist leita réttar síns og að það sé ekki hún sem sjáist á myndbandinu. Karaarslan er með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram og hefur verið dugleg að veita þeim innsýn inn í líf dómarans, með myndum og myndböndum af sér á fótboltaleikvöngum. Hún var áður leikmaður Besiktas en hóf dómarastörf eftir að hafa slitið krossband í hné. Nú virðist sem að leikirnir verði ekki fleiri. View this post on Instagram A post shared by Elif KARAARSLAN (@elifkaraarslan_17) Hið sama má segja varðandi eftirlitsmanninn Erdemir, sem áður dæmdi í efstu deild Tyrklands og var með alþjóðleg dómararéttindi. Hann segir myndbandinu hafa verið dreift án hans leyfis: „Ég hef verið sviptur heiðri mínum og fjölskyldu minnar, vinskap og þátttöku í dómarasamfélaginu. Fyrir utan fjárhagslega skaðann þá er tilfinningalegi skaðinn meiri en orð fá lýst,“ er haft eftir Erdemir í Akdeniz Gercek Gazetesi. Segist ekki vera á myndbandinu Játning Erdemir virðist hafa skipt sköpum í þeirri ákvörðun tyrkneska sambandsins að dæma þau Karaaslan í ævilangt bann. Hún hafði haldið því fram að hún væri ekki á myndbandinu. „Reynt hefur verið að bendla mig við þetta myndband en það hefur ekkert með mig að gera og myndgæðin eru verulega slæm. Manneskjan á myndbandinu er ekki ég og svona alvarlegar ásakanir eru árás á mig sem konu. Ég kem hvergi nálægt þessu myndbandi og því var aldrei deilt á neinum af mínum samfélagsmiðlum,“ sagði Karaaslan. Hún skrifaði á Instagram: „Þetta verður langt, lagalegt ferli en við munum koma út úr því sterkrai. Ég hlakka til að njóta fulls stuðnings ykkar og ástar allan tímann. Ég ætla ekki að gráta, væla eða vera sorgmædd – það er ekki ég. Ég mun berjast fyrir mínu allt til enda. Ég er bara ein af þessum sem fólk vill reyna að særa og vonandi er ég sú síðasta.“
Tyrkneski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira