Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir skrifar 8. október 2024 08:16 Í umræðu um menntamál er gjarnan komið inn á þá staðreynd að starfandi menntuðum kennurum fækkar og leiðbeinendum fjölgar. Að fjölga kennaranemum hefur verið sérstakt átaksverkefni sem er vel, og er áframhaldandi átak í fjölgun kennara sér þáttur í yfirstandandi aðgerðum í menntaumbótum. Þó er staðan sú að einn af hverjum fimm sem starfar í skólastofum landsins er leiðbeinandi án kennsluréttinda og bendir fátt til þess að sú staða breytist til batnaðar í komandi framtíð þrátt fyrir þessi átaksverkefni. Kennarar eru starfandi víða annarsstaðar en í skólastofunum, þeir hverfa gjarna til annarra starfa, enda eftirsótt vinnuafl verandi almennt fjölhæft og öflugt starfsfólk með fimm ára háskólanám. Í umræðunni er gjarnan skautað fram hjá hinu augljósa svari við skjótri fjölgun á kennaramenntuðum í grunnskólana. Laun. Það er áhugavert en um leið dapurlegt að skoða launaþróun síðustu ára hjá þeirri kvennastétt sem kennarastéttin er. Meðfylgjandi mynd sýnir kaupmáttarbreytingar grunntímakaups ákveðinna hópa frá árunum 2019 til 2024. Meðal þess sem lesa má af myndinni er að kaupmáttarbreytingar félagsfólks KÍ sem starfar hjá sveitarfélögum voru um 7,5% en sambærilegar breytingar hjá félagsfólki BSRB voru tæplega 20%. Til að setja þetta í betra samhengi er hér fyrir neðan mynd sem sýnir meðaltal reglulegra mánaðarlauna fullvinnandi sérfræðinga á árinu 2023 eftir atvinnugreinum. Af myndinni má meðal annars sjá að meðallaun sérfræðinga í fræðslustarfsemi voru 725 þús.kr. árið 2023 en 896 þús.kr. í atvinnugreininni Upplýsingar og fjarskipti, eða 24% hærri. Sambærilegt meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði var 1.083 þús.kr. sem er 49% fyrir ofan meðallaun sérfræðinga sem vinna í fræðslustarfsemi. Það er augljóst að sérfræðingar í fræðslustarfsemi hafa orðið eftir í launaþróun miðað við aðra sérfræðinga og telur listinn þó ekki upp þá sem hæstu launin hafa í samfélaginu. Kennarar hafa samið um laun á erfiðum tímum, gefið eftir og verið samfélagsvænir. Það sýna staðreyndir í þessum tölulegum gögnum. Launamunur kennara og annara sérfræðinga er orðinn gríðarlegur. En starfið snýst vissulega ekki eingöngu um launaseðilinn. Í kennarastarfið velst fólk sem brennur fyrir menntun barna og ber hag þeirra fyrir brjósti umfram allt annað. Kennarar skipta afar máli fyrir tugþúsunda grunnskólanemenda og eru fasti punkturinn í lífi þeirra stærsta hluta ársins. Síbreytilegt samfélag endurspeglast í starfi kennarana sem þurfa daglega að takast faglega á við ýmsar áskoranir í sínu starfi, enda eru menntamál bæði flókin og viðkvæmur málaflokkur. Engar áskoranir eru þó óyfirstíganlegar ef samvinna við heimilin er góð og faglegur stuðningur til staðar. Kennarar endurmennta sig utan vinnutíma á hverju ári samkvæmt skilgreindum tímum í samningum og bæta þannig bæði við þekkingu sína og viðhalda fagmennsku sinni sem sérfræðingar í menntamálum. Barátta kennara fyrir bættum kjörum er þó fyrst og fremst til þess að efla skólastarfið með fagmönnum sem eru ánægðir með sitt starfsumhverfi. Ánægðir með þann stuðning sem þarf, með námskrána og námsgögn, ánægðir með samvinnu við heimilin en ekki síst ánægðir með að þeirra mikilvæga starf sé metið til launa til jafns á við aðra sérfræðinga. Á nýafstöðnu og vel sóttu Menntaþingi voru þátttakendur beðnir að svara í enu orði hvað væri mikilvægast að efla í íslensku menntakerfi. Þau orð sem oftast komu fyrir voru; kennaramenntun, fagmennska, virðing og samvinna. Samfélagið okkar veit að það skiptir máli að öflugt fagfólk starfi með börnum landsins á öllum skólastigum. Verum samtaka um að auka virðingu kennarastarfsins og áhuga á því með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á skólabrag, vinnuumhverfi og aðbúnað fyrir börn þessa lands. Ef við viljum halda því fagmenntaða fólki sem tilheyrir kennarastéttinni, fá þá kennara sem sinna öðrum störfum til að snúa aftur í kennslu og ekki síst laða ungt fólk að kennaranámi þá eru launakjörin lykilþáttur. Leiðréttum launin. Höfundur er grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í umræðu um menntamál er gjarnan komið inn á þá staðreynd að starfandi menntuðum kennurum fækkar og leiðbeinendum fjölgar. Að fjölga kennaranemum hefur verið sérstakt átaksverkefni sem er vel, og er áframhaldandi átak í fjölgun kennara sér þáttur í yfirstandandi aðgerðum í menntaumbótum. Þó er staðan sú að einn af hverjum fimm sem starfar í skólastofum landsins er leiðbeinandi án kennsluréttinda og bendir fátt til þess að sú staða breytist til batnaðar í komandi framtíð þrátt fyrir þessi átaksverkefni. Kennarar eru starfandi víða annarsstaðar en í skólastofunum, þeir hverfa gjarna til annarra starfa, enda eftirsótt vinnuafl verandi almennt fjölhæft og öflugt starfsfólk með fimm ára háskólanám. Í umræðunni er gjarnan skautað fram hjá hinu augljósa svari við skjótri fjölgun á kennaramenntuðum í grunnskólana. Laun. Það er áhugavert en um leið dapurlegt að skoða launaþróun síðustu ára hjá þeirri kvennastétt sem kennarastéttin er. Meðfylgjandi mynd sýnir kaupmáttarbreytingar grunntímakaups ákveðinna hópa frá árunum 2019 til 2024. Meðal þess sem lesa má af myndinni er að kaupmáttarbreytingar félagsfólks KÍ sem starfar hjá sveitarfélögum voru um 7,5% en sambærilegar breytingar hjá félagsfólki BSRB voru tæplega 20%. Til að setja þetta í betra samhengi er hér fyrir neðan mynd sem sýnir meðaltal reglulegra mánaðarlauna fullvinnandi sérfræðinga á árinu 2023 eftir atvinnugreinum. Af myndinni má meðal annars sjá að meðallaun sérfræðinga í fræðslustarfsemi voru 725 þús.kr. árið 2023 en 896 þús.kr. í atvinnugreininni Upplýsingar og fjarskipti, eða 24% hærri. Sambærilegt meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði var 1.083 þús.kr. sem er 49% fyrir ofan meðallaun sérfræðinga sem vinna í fræðslustarfsemi. Það er augljóst að sérfræðingar í fræðslustarfsemi hafa orðið eftir í launaþróun miðað við aðra sérfræðinga og telur listinn þó ekki upp þá sem hæstu launin hafa í samfélaginu. Kennarar hafa samið um laun á erfiðum tímum, gefið eftir og verið samfélagsvænir. Það sýna staðreyndir í þessum tölulegum gögnum. Launamunur kennara og annara sérfræðinga er orðinn gríðarlegur. En starfið snýst vissulega ekki eingöngu um launaseðilinn. Í kennarastarfið velst fólk sem brennur fyrir menntun barna og ber hag þeirra fyrir brjósti umfram allt annað. Kennarar skipta afar máli fyrir tugþúsunda grunnskólanemenda og eru fasti punkturinn í lífi þeirra stærsta hluta ársins. Síbreytilegt samfélag endurspeglast í starfi kennarana sem þurfa daglega að takast faglega á við ýmsar áskoranir í sínu starfi, enda eru menntamál bæði flókin og viðkvæmur málaflokkur. Engar áskoranir eru þó óyfirstíganlegar ef samvinna við heimilin er góð og faglegur stuðningur til staðar. Kennarar endurmennta sig utan vinnutíma á hverju ári samkvæmt skilgreindum tímum í samningum og bæta þannig bæði við þekkingu sína og viðhalda fagmennsku sinni sem sérfræðingar í menntamálum. Barátta kennara fyrir bættum kjörum er þó fyrst og fremst til þess að efla skólastarfið með fagmönnum sem eru ánægðir með sitt starfsumhverfi. Ánægðir með þann stuðning sem þarf, með námskrána og námsgögn, ánægðir með samvinnu við heimilin en ekki síst ánægðir með að þeirra mikilvæga starf sé metið til launa til jafns á við aðra sérfræðinga. Á nýafstöðnu og vel sóttu Menntaþingi voru þátttakendur beðnir að svara í enu orði hvað væri mikilvægast að efla í íslensku menntakerfi. Þau orð sem oftast komu fyrir voru; kennaramenntun, fagmennska, virðing og samvinna. Samfélagið okkar veit að það skiptir máli að öflugt fagfólk starfi með börnum landsins á öllum skólastigum. Verum samtaka um að auka virðingu kennarastarfsins og áhuga á því með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á skólabrag, vinnuumhverfi og aðbúnað fyrir börn þessa lands. Ef við viljum halda því fagmenntaða fólki sem tilheyrir kennarastéttinni, fá þá kennara sem sinna öðrum störfum til að snúa aftur í kennslu og ekki síst laða ungt fólk að kennaranámi þá eru launakjörin lykilþáttur. Leiðréttum launin. Höfundur er grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar