Sjúkrahús í Kaliforníu ákært fyrir að neita óléttri konu um neyðaraðstoð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2024 10:55 Starfsemi sjúkrahússins byggir á kaþólskum gildum og læknarnir sögðust ekki mega framkvæma þungunarrof á meðan þeir næmu hjartslátt. Wikimedia Commons/Ellin Beltz „Ég hélt að ég yrði örugg hérna frá uppákomum sem þessum. Að fólk tæki valið af mér og setti mig í hættu.“ Þetta segir Dr. Anna Nusslock, 36 ára, sem var neitað um þjónustu þegar hún mætti á bráðadeild Providence St. Joseph-sjúkrahúsinu í Eureka í Kaliforníu. Kaliforníuríki hefur höfðað mál á hendur sjúkrahúskeðjunni. Nusslock var ólétt af tvíburum og komin fimmtán vikur á leið þegar fæðing fór skyndilega af stað. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að annar tvíburinn myndi örugglega deyja og hinn sennilega líka og að ef endir yrði ekki bundin á meðgönguna þá og þegar gæti hún fengið blæðingu, sýkingu og mögulega orðið ófrjó. Þeir neituðu hins vegar að framkvæma aðgerð á Nusslock, það er að segja framkvæma þungunarrof, þar sem þeir námu enn hjartslátt fóstranna. Læknir sagði sjúkrahúsið, sem stofnað var af nunnum og byggir á kaþólskum gildum, ekki heimila þungunarrof nema líf konunnar væri í augljósri hættu. Máttu ekki neita um þjónustu á grundvelli trúar Eftir þref voru Nusslock og eiginmaður hennar send leiðar sinnar með fötu og handklæði. Óku þau í um 20 mínútur á annað sjúkrahús, þar sem Nusslock reyndist með mikla blæðingu og sýkingu í leginu. Læknar á nýja sjúkrahúsinu sögðust hafa reynslu af því að taka á móti sjúklingum í svipuðu ástandi, sem var neitað um þjónustu af heilbrigðisstarfsmönnum Providence. Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur, eins og fyrr segir, gefið út ákærur á hendur fyrirtækinu sem rekur Providence St. Joseph, og segir starfsmenn þess hafa brotið gegn lögum í ríkinu sem skylda bráðamóttökur til að veita þjónustu, bæði þegar líf eru í hættu en einnig þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða slys. Yfirvöld segja það hvorki samræmast lögum né fordæmum að neita einstaklingum um bráðaþjónustu með tilvísun í undanþágur á grundvelli trúarbragða, eins og virðist hafa verið gert í þessu tilviki. Þungunarrofslöggjöfin er óvíða jafn frjálslynd og í Kaliforníu en saksóknarinn Rob Bonta segir mál Nusslock sýna að uppákomur á borð við þessar geti átt sér stað jafnvel þótt stuðningur við þungunarrof sé mikill og víðtækur. Stjórnendur Providence segja málið í athugun. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Þungunarrof Bandaríkin Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þetta segir Dr. Anna Nusslock, 36 ára, sem var neitað um þjónustu þegar hún mætti á bráðadeild Providence St. Joseph-sjúkrahúsinu í Eureka í Kaliforníu. Kaliforníuríki hefur höfðað mál á hendur sjúkrahúskeðjunni. Nusslock var ólétt af tvíburum og komin fimmtán vikur á leið þegar fæðing fór skyndilega af stað. Læknar á sjúkrahúsinu sögðu að annar tvíburinn myndi örugglega deyja og hinn sennilega líka og að ef endir yrði ekki bundin á meðgönguna þá og þegar gæti hún fengið blæðingu, sýkingu og mögulega orðið ófrjó. Þeir neituðu hins vegar að framkvæma aðgerð á Nusslock, það er að segja framkvæma þungunarrof, þar sem þeir námu enn hjartslátt fóstranna. Læknir sagði sjúkrahúsið, sem stofnað var af nunnum og byggir á kaþólskum gildum, ekki heimila þungunarrof nema líf konunnar væri í augljósri hættu. Máttu ekki neita um þjónustu á grundvelli trúar Eftir þref voru Nusslock og eiginmaður hennar send leiðar sinnar með fötu og handklæði. Óku þau í um 20 mínútur á annað sjúkrahús, þar sem Nusslock reyndist með mikla blæðingu og sýkingu í leginu. Læknar á nýja sjúkrahúsinu sögðust hafa reynslu af því að taka á móti sjúklingum í svipuðu ástandi, sem var neitað um þjónustu af heilbrigðisstarfsmönnum Providence. Ríkissaksóknari Kaliforníu hefur, eins og fyrr segir, gefið út ákærur á hendur fyrirtækinu sem rekur Providence St. Joseph, og segir starfsmenn þess hafa brotið gegn lögum í ríkinu sem skylda bráðamóttökur til að veita þjónustu, bæði þegar líf eru í hættu en einnig þegar um er að ræða alvarleg veikindi eða slys. Yfirvöld segja það hvorki samræmast lögum né fordæmum að neita einstaklingum um bráðaþjónustu með tilvísun í undanþágur á grundvelli trúarbragða, eins og virðist hafa verið gert í þessu tilviki. Þungunarrofslöggjöfin er óvíða jafn frjálslynd og í Kaliforníu en saksóknarinn Rob Bonta segir mál Nusslock sýna að uppákomur á borð við þessar geti átt sér stað jafnvel þótt stuðningur við þungunarrof sé mikill og víðtækur. Stjórnendur Providence segja málið í athugun. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Þungunarrof Bandaríkin Heilbrigðismál Trúmál Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira