Snjókoma og hálka á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudag Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 10:39 Ekki liggur fyrir hversu mikið mun snjóa en veðurfræðingur segir að það gætu verið nokkrir sentímetrar. Vísir/Vilhelm Á fimmtudagsmorgun er líklegt að íbúar á Suður- og Vesturhluta landsins, þar með talið höfuðborgarbúar, muni vakna með nokkurra sentímetra snjó á götunum. Á Norður- og Norðausturlandi verða él þannig meira og minna allt landið verður hvítt að einhverju leyti. Það byrjar að snjóa aðfaranótt fimmtudags og verður líklega allt farið um kvöldið eða daginn eftir. Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar verður þá norðan og norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og víða dálítil snjókoma eða slydda. Hiti verður líklega á bilinu 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig. Í veðurspá veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að það muni snjóa mest í austurhverfunum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa hærra. Þessu muni fylgja hálka og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum. Á Norður- og Norðausturlandi muni einnig gera snjóföl á láglendi en ekki fyrr en seinnipartinn. Byrjar á Hellisheiði í dag Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að einnig muni snjóa í dag. Aðallega á Hellisheiði og á fjallvegum í kringum okkur. „Það verður ekki í byggð í dag en á fimmtudaginn lítur út fyrir að það verði snjókoma eða slydda í byggð. Þetta gætu verið einhverjir sentímetrar þegar við vöknum á fimmtudagsmorgun,“ segir Kristín. Hún segir þetta ekki óvanalegt fyrir þennan árstíma. „Þetta byrjar oft í október. Þetta er ekki óvenjulegt. Það hefur snjóað einhvern tímann í öllum mánuðum ársins. En það er núna að koma ákveðinn bakki úr vestri og okkur sýnist að þetta verði snjókoma frekar en slydda,“ segir hún og að snjórinn verði líklega farinn á föstudag. Veður Færð á vegum Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Sjá meira
Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar verður þá norðan og norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og víða dálítil snjókoma eða slydda. Hiti verður líklega á bilinu 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina að deginum, en annars frost 0 til 5 stig. Í veðurspá veðurfræðingsins Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að það muni snjóa mest í austurhverfunum á höfuðborgarsvæðinu, sem standa hærra. Þessu muni fylgja hálka og ekki síður á gangstéttum og útivistarstígum. Á Norður- og Norðausturlandi muni einnig gera snjóföl á láglendi en ekki fyrr en seinnipartinn. Byrjar á Hellisheiði í dag Kristín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir að einnig muni snjóa í dag. Aðallega á Hellisheiði og á fjallvegum í kringum okkur. „Það verður ekki í byggð í dag en á fimmtudaginn lítur út fyrir að það verði snjókoma eða slydda í byggð. Þetta gætu verið einhverjir sentímetrar þegar við vöknum á fimmtudagsmorgun,“ segir Kristín. Hún segir þetta ekki óvanalegt fyrir þennan árstíma. „Þetta byrjar oft í október. Þetta er ekki óvenjulegt. Það hefur snjóað einhvern tímann í öllum mánuðum ársins. En það er núna að koma ákveðinn bakki úr vestri og okkur sýnist að þetta verði snjókoma frekar en slydda,“ segir hún og að snjórinn verði líklega farinn á föstudag.
Veður Færð á vegum Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Sjá meira