Innlent

Hug­myndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hugmyndir Vinstri grænna um að gengið verði til kosninga í vor hafi ekki verið rætt milli formanna ríkisstjórnarflokkanna. Hann segir ríkisstjórnina eiga að halda áfram störfum þar til hún hefur lokið þeim verkefnum sem hún getur lokið. Rætt verður við Bjarna í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp.

Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst þegar þau komu siglandi að gömlu tollabryggjunni í Kaupmannahöfn í morgun. Friðrik tíundi Danakonungur og eiginkona hans María tóku þar á móti þeim.

Í íþróttapakkanum fáum við meðal annars að heyra um nýjustu vendingar í máli DeAndre Kane, leikmanns Grindavíkur í körfubolta, sem deildi við stuðningsmenn ÍR á leik liðanna síðastliðinn föstudag. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 8. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×