Fáránlegar hugmyndir Haraldur F. Gíslason skrifar 10. október 2024 07:01 Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Að öskra sig hásan er góð skemmtun eða þannig. Að segja sama hlutinn tíu milljón sinnum í áratugi er það líka eða þannig. Við höfum verið að hvetja samfélagið til að hugsa með okkur hvernig við getum fjárfest í kennurum, börnum til hagsbóta. Hér koma nokkrar fáránlegar hugmyndir sem við höfum í alvörunni fengið sendar: „Við þurfum ekkert háskólamenntað starfsfólk í leikskólum.“ Þessi hugmynd er lífseig og byggir í grunninn á forpokuðum fordómum um menntun barna. Að til þess þurfi bara góðhjartaðan einstakling, helst konu því í leikskólum er bara verið að passa börn. Menntunarfræði ungra barna er langt því frá ný fræðigrein og byggir á margra áratuga grunni rannsókna. Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki. Það er líka læknaskortur en okkur myndi aldrei detta í hug að segja að við þyrftum ekkert háskólamenntaða lækna. Að það væri bara nóg að hafa góðhjartaða einstaklinga og að það þyrftu helst konur því þær eru svo góðhjartaðar og úrræðagóðar. Þarna birtast rótgrónar staðalmyndir á því hvað samfélaginu finnst vera merkileg fræði og hvað ekki. Samkvæmt lögum er heimilt, ef kennari fæst ekki til starfa, að ráða leiðbeinendur. Samt gengur illa að fullmanna leikskóla á hverju hausti og í raun á mörgum stöðum allt árið í kring. Eins er það staðreynd að kennarar eru þrisvar sinnum líklegri til að halda áfram í kennslu en annað starfsfólk leikskólanna. Háskólamenntun er því ekki vandamálið, heldur lausnin. „Við þurfum að taka út úr lögum að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi í leikskólum eigi að hafa leyfisbréf kennara. Það er bara til trafala.“ Þetta er blautur draumur margra. Ég hef margoft á eigin skinni fengið að kynnast því að sveitarfélög hafa markvisst unnið að því að fá umrætt ákvæði úr lögum. Þeim finnst raunverulega óþægilegt að hafa þá kröfu á sér að í leikskólum eigi samkvæmt lögum að starfa vel menntað fólk sem hefur leyfisbréf til kennslu. Þó það sé bara krafa um að um 67% starfsfólks hafi leyfisbréf en ekki 100% sem væri eðlilegt og er raunin á öðrum skólastigum. Myndum við sætta okkur við að 67% lækna hefðu tilskylda menntun? „Markaðurinn á bara að sjá um þetta. Þá lagast allt“ Það eru fjölmargir sjálfstætt starfandi leikskólar í landinu og margir þeirra mjög góðir líkt og margir skólar reknir af sveitarfélögunum. Þeir að sjálfsögðu starfa eftir sömu lögum og reglugerðum og sveitarfélagsskólarnir. Laun eru ekki hærri í sjálfstætt starfandi skólum. Hlutfall kennara með leyfisbréf í leikskólum reknum af sveitarfélögunum er 26%. Hlutfall kennara með leyfisbréf í sjálfstætt starfandi leikskólum er 18%. Að meðaltali gengur sjálfstætt starfandi skólum ekki betur að laða til sín kennara en skólum sem sveitarfélögin reka. Að kenna í leikskóla er ekki fáránleg hugmynd. Að kenna í leikskóla er fáránlega skemmtilegt. Það geta allir þeir sem kennt hafa á skólastiginu staðfest. Starfið er gefandi, skapandi, krefjandi og skilur mikið eftir sig á hverjum degi. Enginn dagur er eins og frelsið, til að hæfileikar hvers og eins kennara fái að njóta sín, mikið. Ef samfélagið vill gæða menntun fyrir öll börn og ná að brúa hið margumtalaða bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla verður það að vera reiðubúið að fjárfesta ríkulega í kennurum. Annars fetum við áfram einstig biðlista og manneklu í leikskólum landsins. Ég ætla vera með í fáránlega hugmyndapartíinu. Hér kemur fáránleg hugmynd. Hækkum laun kennara á morgun í 3 milljónir á mánuði, sköpum þeim starfsaðstæður sem þeir vilja starfa við og fyllum þannig alla háskóla af kennaranemum sem leiðir til þess að kennaraskortur verður enginn eftir 10 ár. Við fáum fleiri vel menntaða kennara, gæði náms eykst börnum til hagsbóta og hinn alræmdi biðlisti í leikskóla hverfur. Þetta er náttúrulega fáránlegasta hugmyndin af þeim öllum. Eða bíddu… gæti þetta kannski virkað? Höfundur er formaður Félags leikskólakennara
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun