Barcelona hefur verið sterkasta liðið í kvennaboltanum síðustu misserin en liðið hefur unnið sigur í Meistaradeildinni þrjú af síðustu fjórum tímabilum.
Í kvöld mætti liðið Manchester City á Englandi og þar var það enska liðið sem vann frábæran sigur. Naomi Layzell og Khadija Shaw skoruðu mörkin í 2-0 sigri enska liðsins en lið Hammarby vann sigur á St. Pölten í þessum sama riðli fyrr í dag.
🐰 Bunny Shaw doubles City's lead against the European champs!
— DAZN Women's Football (@DAZNWFootball) October 9, 2024
Watch live for free on DAZN ▶️ https://t.co/dIfKpURfZv #UWCL #UWCLonDAZN pic.twitter.com/qbs57DGQRG
Í Noregi tóku Noregsmeistarar Vålerenga á móti ítalska liðinu Juventus á heimavelli sínum. Sædís Rún Heiðarsdóttir var í byrjunarliði Vålerenga og lék allan leikinn vinstra megin á miðjunni.
Sofia Cantore var hetja Juventus í leiknum en hún skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu og tryggði Juventus 1-0 sigur.