Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:01 Heimir Hallgrímsson sposkur á svip á æfingu írska landsliðsins í Helsinki í gær. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum. Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira
Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Sjá meira