Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2024 11:30 Hreinsunarstarf er hafið á vesturströndinni, þar sem meðal annars er unnið að því að hreinsa vegi til að gera íbúum kleift að komast leiða sinna. AP/Tampa Bay Times/Chris Urso Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum. Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum.
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira