Ældi á heimavöll Sædísar sem þurfti að bíða Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:31 Estelle Cascarino með boltann í leiknum í gær, en hún kastaði upp á gervigrasið, í leiknum við Sædísi Rún Heiðarsdóttur og stöllur í Vålerenga. Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn. Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Sædís er leikmaður norska liðsins Vålerenga sem stóð vel í ítalska stórliðinu í gær en varð að sætta sig við 1-0 tap, á heimavelli sínum í Osló. Það sem vakti þó sérstaka athygli var þegar Estelle Cascarino, leikmaður Juventus, kastaði upp á gervigrasið, rétt áður en seinni hálfleikur átti að hefjast. Starfsmaður Vålerenga, kokkurinn John Katambayi, var fljótur á vettvang með hanska og vatnsfötu, og tók til við að þrífa í burtu æluna. Það tók þó sinn tíma og á meðan biðu leikmenn eftir að geta hafið seinni hálfleikinn. „Þetta er stór, stór æluklumpur. Það er ljóst. Þetta er ómeltur matur. Kannski gerði hún það sama og ég fyrir nokkrum vikum hérna, og fékk sér pylsu sem festist í hálsinum. Þetta er ekkert til að grínast með,“ sagði Olav Traaen í sjónvarpslýsingu frá leiknum. Kokkurinn mætti með skúringafötu NRK ræddi stuttlega við hetjuna Katambayi sem þreif gervigrasið og sá til þess að hægt væri að klára leikinn. Kokkurinn hafði aldrei lent í öðru eins. „Nei og vonandi gerist þetta ekki aftur. En ef það gerist þá verður maður bara að bregðast við því,“ sagði Katambayi. En var hann ekki í vafa um að taka verkefnið að sér? „Nei, nei. Meistaradeildin er stórt dæmi. Þegar verið er að halda þannig leik í fyrsta sinn þá verða allir að leggjast á árarnar til að það gangi sem best fyrir sig. Þá er ekki hægt að velja og hafna varðandi það sem þarf að gera. Stundum verða menn að taka að sér skítverkin,“ sagði Katambayi. Höfðu unnið átján leiki í röð Vålerenga hafði unnið átján leiki í röð í öllum keppnum, fram að tapinu í gær. Norski meistaratitillinn blasir við Sædísi og liðsfélögum hennar, og þær eru einnig komnar í úrslitaleik norska bikarsins þar sem þær mæta Rosenborg, liði Selmu Sólar Magnúsdóttur. Næsti leikur Vålerenga í Meistaradeildinni er við Arsenal í London eftir sex daga, en fjórða liðið í riðli Vålerenga er svo Bayern München sem vann einmitt Arsenal í gær, þar sem Glódís Perla Viggósdóttir skoraði glæsilegt skallamark.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira