Önnur úrslit umferðarinnar höfðu lítil áhrif á stöðu liða þar sem OGV og Þór eru enn efst, bæði með 8 stig, en OGV heldur 1. sætinu með einu +/- stigi.
Úrslit leikja í 3. umferð:
Þór vs Dusty 3-2
354 vs OGV 1-3
Quick vs Rafík 0-3
Rafík var á botninum í síðustu þannig að þessi fyrsti sigur liðsins á tímabilinu er því mikilvægur og gæti gefið Keflvíkingum mikilvæga andlega innspýtingu fyrir það sem framundan er.
Snorri og Brimar mættu aftur ferskir til leiks í gærkvöld og lýstu leikjum umferðarinnar og ætla einnig að standa vaktina í 5. umferð í næstu viku, enda búast þeir við skemmtilegum leikjum þar sem allt verður „stál í stál“ í langþráðri langþráðri viðureign toppliða Þórs og OGV.
Auk Þórs og OGV mætast lið Dusty og Rafík annars vegar og 354 og Quick hins vegar og þeir félagar bíða spenntir eftir því að sjá uppröðunina í lok umferðarinnar enda tímabilið þá hálfnað og sigursælustu liðin fara með ákveðið forskot inn í seinni helming deildarinnar.