Sport

Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést

Sindri Sverrisson skrifar
Meredith Gaudreau með dótturina Noa á minningarstund fyrir leik í NHL-deildinni í vetur. Hún heldur minningu mannsins síns, Johnny, á lofti og segir nýfætt barn þeirra lifandi eftirmynd hans.
Meredith Gaudreau með dótturina Noa á minningarstund fyrir leik í NHL-deildinni í vetur. Hún heldur minningu mannsins síns, Johnny, á lofti og segir nýfætt barn þeirra lifandi eftirmynd hans. Getty/Kirk Irwin

NHL-íshokkímaðurinn Johnny Gaudreau varð í síðustu viku pabbi, sjö mánuðum eftir að hann lést í hræðilegu slysi.

Gaudreau, sem var 31 árs, lést ásamt yngri bróður sinum þegar keyrt var á þá í Salem County í New Jersey fylki á síðasta ári. Bræðurnir voru úti í hjólatúr þegar jeppi keyrði aftan á þá með þessum skelfilegu afleiðingum.

Ekkja hans, Meredith, greindi frá því á Instagram að þriðja barn þeirra væri fætt:

„Hann er lifandi eftirmynd föður síns,“ skrifaði Meredith með færslu sinni á samfélagsmiðlinum. Hún var komin níu vikur á leið þegar bræðurnir létust í ágúst í fyrra, degi fyrir brúðkaup systur þeirra.

„Ég fæddi þriðja barnið okkar 1. apríl. Strák. Carter Michael Gaudreau. Hann ber sama millinafn og pabbi sinn. 52 sentímetrar og 3710 grömm. Nákvæmlega eins og pabbi sinn,“ skrifaði Meredith.

Fyrir áttu hjónin soninn Noa sem fæddist 2022 og Johnny jr. sem fæddist í fyrra.

Johnny Gaudreau lék samtals ellefu leiktíðir og var áberandi leikmaður í NHL-deildinni, með liðum Calgary Flames og Columbus Blue Jackets.

Yngri bróðirinn Matthew varð einnig pabbi eftir að hann lést, þegar eiginkona hans Madeline eignaðist son í desember síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×