Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2024 10:55 „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Robert Ray, fréttamaður Fox. CNN/Fox Fellibylurinn Milton gekk á land í Flórída í nótt og hefur valdið miklum skaða. Fjölmiðlar vestanhafs keppast við að fjalla um storminn sem geysar. Nokkrir fréttamenn sem eru á vettvangi hafa lent í bölvuðum vandræðum í óveðrinu. Anderson Cooper, eitt helsta andlit CNN, var í beinni útsendingu á höfn við borgina Bradenton í Flórída að segja sjónvarpsáhorfendum frá áhirfum Milton þegar óþekktur hlutur fauk í andlitið á honum. „Þetta var ekki mjög gott. Við förum líklega inn eftir skamma stund,“ sagði hann strax í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta lét Cooper höggið ekki á sig fá og hélt áfram að fjalla um óveðrið. Þulur CNN tók fram að það væri í góðu lagi með Cooper, en að aðstæður fréttamanna á vettvangi væru vissulega erfiðar. Robert Ray, fréttamaður Fox News, greindi frá því að stórt tré hefði fallið til jarðar einmitt þar sem hann hafði staðið andartaki áður. „Þetta tré féll beint á bílinn okkar,“ sagði Ray. Hann segist hafa verið nýbúinn að klára útsendingu þegar hann hafi farið inn í bíl og litið á símann sinn. Þá hafi hann heyrt stóran hvell, þegar fréttið féll. Þá sagðist hann óttast að annar hluti trésins, sem stóð enn, myndi falla líka. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Þetta var ekki eina augnablikið sem vakti athygli hjá Robert Ray. Á meðan hann var í beinni útsendingu virtist hann eiga erfitt með að halda sér á jörðinni vegna mikils vinds. Hann lýsti því yfir að um væri að ræða verstu aðstæður sem hefðu komið upp á þessu fellibylatímabili. „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Ray. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Fellibylurinn Milton Bandaríkin Veður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira
Anderson Cooper, eitt helsta andlit CNN, var í beinni útsendingu á höfn við borgina Bradenton í Flórída að segja sjónvarpsáhorfendum frá áhirfum Milton þegar óþekktur hlutur fauk í andlitið á honum. „Þetta var ekki mjög gott. Við förum líklega inn eftir skamma stund,“ sagði hann strax í kjölfarið. Þrátt fyrir þetta lét Cooper höggið ekki á sig fá og hélt áfram að fjalla um óveðrið. Þulur CNN tók fram að það væri í góðu lagi með Cooper, en að aðstæður fréttamanna á vettvangi væru vissulega erfiðar. Robert Ray, fréttamaður Fox News, greindi frá því að stórt tré hefði fallið til jarðar einmitt þar sem hann hafði staðið andartaki áður. „Þetta tré féll beint á bílinn okkar,“ sagði Ray. Hann segist hafa verið nýbúinn að klára útsendingu þegar hann hafi farið inn í bíl og litið á símann sinn. Þá hafi hann heyrt stóran hvell, þegar fréttið féll. Þá sagðist hann óttast að annar hluti trésins, sem stóð enn, myndi falla líka. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather) Þetta var ekki eina augnablikið sem vakti athygli hjá Robert Ray. Á meðan hann var í beinni útsendingu virtist hann eiga erfitt með að halda sér á jörðinni vegna mikils vinds. Hann lýsti því yfir að um væri að ræða verstu aðstæður sem hefðu komið upp á þessu fellibylatímabili. „Það er sársaukafullt að standa hérna úti,“ sagði Ray. View this post on Instagram A post shared by FOX Weather (@foxweather)
Fellibylurinn Milton Bandaríkin Veður Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Sjá meira