Farið verður í ótímabundið verkfall, þar til samningar nást, í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki.
Farið verður í verkfall í þremur grunnskólum sem hest 29. október til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri.
Þá leggja kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember.
Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal félagsmanna KÍ í einum tónlistarskóla. Þar er boðað að verkfall hefjist 29. október og standi til 20. desember. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir síðdegis á morgun en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 15 á morgun.