Stofnun Félags Hafnarverkamanna: Ástæður og áhrif Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar 10. október 2024 16:01 Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarmál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2022 hófst undirbúningsvinna við stofnun Félags Hafnarverkamanna. Nokkrir vinnufélagar höfðu rætt þessi mál og reynt hafði verið að stofna deild hafnarverkamanna innan Eflingar, sem var stéttarfélag þeirra á þeim tíma, en það hafði ekki borið árangur. Hugmyndir um stofnun sérstaks félags eða deildar höfðu verið í umræðunni meðal hafnarverkamanna frá því að Dagsbrún sameinaðist öðrum stéttarfélögum í Eflingu árið 1998. Þessi sameining hafði leitt til þess að hafnarverkamenn fundu fyrir þörf á sérstakri hagsmunagæslu sem myndi einblína á þeirra sérstöku aðstæður og starfsskilyrði. Þegar farið var af stað, voru strax settar í gang viðræður við Sjómannafélag Íslands um að verða deild innan þeirra vébanda. Þær viðræður gengu afar vel, enda er Sjómannafélagið með fraktmenn skipafélaganna. Einnig sóttust stofnendur félagsins eftir tengingu við ITF, eða International Transport Workers' Federation, sem eru alþjóðleg samtök sem sameina verkalýðsfélög starfsmanna í flutningageiranum, þar á meðal hafnarverkamenn, sjómenn, flugfélagastarfsmenn, járnbrautarstarfsmenn og fleiri. ITF vinnur að því að bæta réttindi og starfsskilyrði flutningaverkamanna um allan heim með því að stuðla að alþjóðlegri samstöðu og hagsmunagæslu. Þrátt fyrir að félagið hafi orðið að deild innan Sjómannafélagsins í desember 2022, var baráttunni ekki lokið. Það þurfti að fara þrisvar sinnum fyrir félagsdóm. Hafnarverkamenn hafa lengi verið mikilvægur hluti af íslensku atvinnulífi, en starfsskilyrði þeirra hafa oft verið erfið og óstöðug. Á undanförnum árum hafa þeir staðið frammi fyrir auknum áskorunum, þar á meðal breytingum í skipulagi hafna, tækniframförum og aukinni samkeppni. Þessar breytingar hafa leitt til þess að hafnarverkamenn hafa þurft að berjast fyrir réttindum sínum og betri starfsskilyrðum. Félag Hafnarverkamanna setti sér skýr markmið og hlutverk við stofnunina:Bæta Starfsskilyrði: Félagið vinnur að því að bæta starfsskilyrði hafnarverkamanna, þar á meðal launakjör, vinnuumhverfi og öryggi.Fræðsla og Þjálfun: Félagið leggur áherslu á fræðslu og þjálfun hafnarverkamanna til að tryggja að þeir séu vel undirbúnir fyrir breytingar í starfsemi hafna.Hagsmunagæsla: Félagið stendur vörð um réttindi hafnarverkamanna og tryggir að þeir fái sanngjörn kjör og meðferð. Stofnun Félags Hafnarverkamanna var sett upp sem sameining hafnarverkamanna um allt land, ekki bara í Reykjavík. Verkefni næstu ára er að kynna félagið og baráttuna fyrir öðrum starfsmönnum hafna um allt land. Félagið hefur fengið hvatningu frá hafnarverkamönnum um allt land og er mikill áhugi á að taka þátt í baráttunni. Launamál, aðstaða og öryggi hafa verið aðal málin hjá hafnarverkamönnum um allt land, enda er þetta hættuleg vinna sem felur í sér stór tæki sem flytja þunga gáma og hættulegan varning eins og sprengiefni og ætandi sýrur. Slys á svæðunum skipafélagana eru sem betur fer ekki mörg, en því miður hafa orðið alvarleg slys undanfarin tvö ár, sem ég mun ræða í næstu skoðanagrein. Stofnun Félags Hafnarverkamanna árið 2022 mun marka tímamót í baráttunni fyrir betri starfsskilyrðum og réttindum hafnarverkamanna á Íslandi. Með skýrum markmiðum og sterkri hagsmunagæslu mun félagið hafa veruleg áhrif á starfsskilyrði og framtíð hafnarverkamanna. Næstu skref fyrir félagið felast í því að halda áfram að vinna að betri starfsskilyrðum og tryggja að hafnarverkamenn fái sanngjörn kjör og meðferð. SAMAN ERUM VIÐ STERK OG SAMSTAÐA SKILAR ÁRANGRI Höfundur er varaformaður Félags hafnarverkamanna.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar