Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2024 22:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þurft að leita meira á náðir auðjöfra en áður. AP/Julia Demaree Nikhinson Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. Tæplega þriðjungur af þeim fjármunum sem Trump fær frá bakhjörlum hefur komið fram fólki sem gaf honum minna en tvö hundruð dali. Í kosningabaráttunni 2020 var þetta hlutfall tæplega helmingur. Þá hefur heildarupphæðin af þessum smáu fjárveitingum einnig lækkað töluvert, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Fram að lokum júnímánaðar hafði hann safnað 98 milljónum dala með slíkum fjárveitingum en á sama tímabili 2020 var þessi sama upphæð 165 milljónir. Demókratar hafa á sama tíma safnað fúlgum fjár. Fyrstu gerði Joe Biden það og Kamala Harris tók síðan við sjóðum hans. Þau söfnuðu 285 milljónum dala frá stuðningsmönnum sem veittu þeim undir tvö hundruð dali. Það samsvarar rúmlega fjörutíu prósentum af heildarupphæðinni sem þau hafa safnað. Þessi þróun hefur leitt til þess að Trump hefur þurft að leita meira á náðir auðmanna og aðgerðahópa sem þeir styðja. Demókratar eru þegar byrjaðir að nýta sér það í auglýsingu sem birt hefur verið í Arizona og Norður-Karólínu. New York Times segir að þar hafi aðgerðahópur á vegum Harris keypt auglýsingar fyrir um 18 milljónir dala, en hún byggir að mestu á myndbandi af Trump segja auðjöfrum á fjáröflun að hann viti að þeir séu moldríkir og lofa þeim lægri sköttum. Segja fjáröflun of aðgangsharða Innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum segja þessa þróun tákna möguleg vandræði fyrir flokkinn á komandi árum. Kannanir sýna að grasrót Repúblikanaflokksins verðu sífellt eldri og eldra fólk hefur iðulega minna milli handanna til að gefa til kosningabaráttu. Þá segja þeir einnig í samtali við AP að fjáröflun Trumps og bandamanna hans sé of aðgangshörð og það hafi þreytt stuðningsmenn flokksins. Mismunandi aðgerðahópar og aðrir sem styðja Trump deila listum yfir stuðningsmenn sín á milli og því rignir yfir þá beiðnum um fjárstyrki úr mörgum áttum. Einn viðmælandi AP sem hefur veitt Repúblikanaflokknum ráðgjöf vegna fjáröflunar, segir að mismunandi fylkingar innan flokksins hafi komið svo illa við stuðningsmenn hans að margir vilji ekki lengur styrkja hann. „Ef þú styrkir svo gott sem hvaða frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem er í dag, færðu innan þriggja vikna um þrjátíu til fimmtíu skilaboð á öðrum frambjóðendum sem þú hefur aldrei heyrt af.“ Í könnun sem fyrirtæki Halls gerði fyrr á árinu sögðust 72 prósent af svarendum sem höfðu gefið pening til Repúblikanaflokksins að þeir hefðu áfram fengið skilaboð þar sem þeir voru beðnir um meiri peninga, þrátt fyrir að hafa beðið um að vera tekin af öllum listum flokksins. Fólk sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við staðfestu þetta sjónarhorn að miklu leyti. Einn viðmælandi sagðist brjálaður á þessum endurteknu beiðnum um peninga. Hún hafði gefið margar smáar greiðslur í fyrra og 2022 en ekkert á þessu ári. Það sama átti við annan sem hafði einnig ekkert gefið á þessu ári. Hann sagðist hættur að skoða skilaboðin sín vegna beiðna frá Repúblikönum. Í svari við fyrirspurn frá fréttaveitunni kenndi talskona Trumps Joe Biden og Kamölu Harris um. Karoline Leavitt sagði efnahag Bandaríkjanna í svo slæmu standi að fólk hefði ekki efni á að styðja stjórnmálaflokka. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Tæplega þriðjungur af þeim fjármunum sem Trump fær frá bakhjörlum hefur komið fram fólki sem gaf honum minna en tvö hundruð dali. Í kosningabaráttunni 2020 var þetta hlutfall tæplega helmingur. Þá hefur heildarupphæðin af þessum smáu fjárveitingum einnig lækkað töluvert, samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar. Fram að lokum júnímánaðar hafði hann safnað 98 milljónum dala með slíkum fjárveitingum en á sama tímabili 2020 var þessi sama upphæð 165 milljónir. Demókratar hafa á sama tíma safnað fúlgum fjár. Fyrstu gerði Joe Biden það og Kamala Harris tók síðan við sjóðum hans. Þau söfnuðu 285 milljónum dala frá stuðningsmönnum sem veittu þeim undir tvö hundruð dali. Það samsvarar rúmlega fjörutíu prósentum af heildarupphæðinni sem þau hafa safnað. Þessi þróun hefur leitt til þess að Trump hefur þurft að leita meira á náðir auðmanna og aðgerðahópa sem þeir styðja. Demókratar eru þegar byrjaðir að nýta sér það í auglýsingu sem birt hefur verið í Arizona og Norður-Karólínu. New York Times segir að þar hafi aðgerðahópur á vegum Harris keypt auglýsingar fyrir um 18 milljónir dala, en hún byggir að mestu á myndbandi af Trump segja auðjöfrum á fjáröflun að hann viti að þeir séu moldríkir og lofa þeim lægri sköttum. Segja fjáröflun of aðgangsharða Innanbúðarmenn í Repúblikanaflokknum segja þessa þróun tákna möguleg vandræði fyrir flokkinn á komandi árum. Kannanir sýna að grasrót Repúblikanaflokksins verðu sífellt eldri og eldra fólk hefur iðulega minna milli handanna til að gefa til kosningabaráttu. Þá segja þeir einnig í samtali við AP að fjáröflun Trumps og bandamanna hans sé of aðgangshörð og það hafi þreytt stuðningsmenn flokksins. Mismunandi aðgerðahópar og aðrir sem styðja Trump deila listum yfir stuðningsmenn sín á milli og því rignir yfir þá beiðnum um fjárstyrki úr mörgum áttum. Einn viðmælandi AP sem hefur veitt Repúblikanaflokknum ráðgjöf vegna fjáröflunar, segir að mismunandi fylkingar innan flokksins hafi komið svo illa við stuðningsmenn hans að margir vilji ekki lengur styrkja hann. „Ef þú styrkir svo gott sem hvaða frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem er í dag, færðu innan þriggja vikna um þrjátíu til fimmtíu skilaboð á öðrum frambjóðendum sem þú hefur aldrei heyrt af.“ Í könnun sem fyrirtæki Halls gerði fyrr á árinu sögðust 72 prósent af svarendum sem höfðu gefið pening til Repúblikanaflokksins að þeir hefðu áfram fengið skilaboð þar sem þeir voru beðnir um meiri peninga, þrátt fyrir að hafa beðið um að vera tekin af öllum listum flokksins. Fólk sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við staðfestu þetta sjónarhorn að miklu leyti. Einn viðmælandi sagðist brjálaður á þessum endurteknu beiðnum um peninga. Hún hafði gefið margar smáar greiðslur í fyrra og 2022 en ekkert á þessu ári. Það sama átti við annan sem hafði einnig ekkert gefið á þessu ári. Hann sagðist hættur að skoða skilaboðin sín vegna beiðna frá Repúblikönum. Í svari við fyrirspurn frá fréttaveitunni kenndi talskona Trumps Joe Biden og Kamölu Harris um. Karoline Leavitt sagði efnahag Bandaríkjanna í svo slæmu standi að fólk hefði ekki efni á að styðja stjórnmálaflokka.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Kamala Harris Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29 Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10
„Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að það væri „slæmum genum“ um að kenna að ólöglegir innflytjendur fremdu morð. Það væri mikið af „vondum genum“ í Bandaríkjunum. 7. október 2024 22:29
Trump sagði Pence að hann yrði fyrirlitinn og talinn heimskur Nokkrum dögum áður en stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020 og hótuðu meðal annars að hengja Mike Pence, varaforseta, sagði Donald Trump, forseti, Pence að hann yrði „fyrirlitinn“ og talinn „heimskur“ ef hann stöðvaði ekki áðurnefnda staðfestingu. Pence hafði aldrei vald til að gera það en Trump þrýsti ítrekað á hann. 4. október 2024 12:24