Er framtíðin í okkar höndum? Anton Sveinn McKee skrifar 11. október 2024 11:30 Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Evrópusambandið Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eiga framtíðarkynslóðir á Íslandi að búa í landi sem ræður sínum eigin lögum og reglum? Eiga þær að stýra eigin framtíð frekar en að leyfa erlendum ríkjum og stofnunum að taka ákvarðanir fyrir sig? Nú er verið að leggja fram frumvarp á Alþingi um innleiðingu reglu sem segir að lög frá Evrópu verði æðri íslenskum lögum, þessi regla er hin svokallaða „Bókun 35“. Í frumvarpinu felst hugmyndafræðileg uppgjöf gagnvart sjálfstæði og fullveldi landsins. Ísland, eftir langa frelsisbaráttu gegn danska ríkinu, fékk fullveldi árið 1918 og varð sjálfstætt lýðveldi árið 1944. Sjálfsmynd okkar Íslendinga er samofin þessari sögu og landsmenn hafa sterka tengingu við þá atburðarás sem skóp fullveldi landsins. Eitthvert mesta frávik frá þessu átti sér stað árið 1994 þegar EES-samningurinn var fullgildur án þess að leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram um málið. Það gerðu hins vegar Svisslendingar og þar var EES-samningnum hafnað af svissnesku þjóðinni. Seinni tíma upplýsingar sýna að þáverandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, var mjög tvístígandi um að senda málið til þjóðarinnar og nýta sér þannig málskotsrétt forseta. Íslenska þjóðin fékk ekki að sýna hug sinn til samningsins á þeim tíma. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi, sem lagt hefur verið fram af varaformanni Sjálfstæðisflokksins, ættu innleiddar EES-reglur að víkja öllum íslenskum lögum til hliðar, nema ef Alþingi setur sérstakan fyrirvara í lögin. Í 30 ár hefur verið vitneskja um að bókun 35 hafi ekki verið innleidd á Íslandi og eru engar ástæður til að breyta því. Þeir sem hlynntir eru þessu framsali á valdi þjóðarinnar vilja meina að þetta sé í raun ekkert stórmál, Alþingi geti bara sett fyrirvara í lögin. Það er ekki rétt. Með þessu fyrirkomulagi er verið að búa til nýja réttarheimild sem væri æðri almennum lögum. Auk stjórnarskrárinnar, sem er æðsta réttarheimild landsins, yrðu allar innleiddar EES-reglur æðri almennum lögum. Þetta myndi án efa leiða til flóknari lagasetningar í framtíðinni. Ýmsir lögspekingar hafa lýst yfir áhyggjum sínum og enn ríkir töluverð óvissa um hvorum lögunum Hæstiréttur mundi dæma í hag ef á reyndi rétthæð nýrra laga gagnvart eldri lögum. Það er áhyggjuefni þegar flokkur sem var stofnaður í kringum sjálfstæðisbaráttu landsins sé nú, á 80 ára afmæli lýðveldisins, að leggja fram frumvarp sem gengur gegn fullveldi landsins og afsalar því að hluta. Svona framkvæmd kemur róti á þjóðarsálina og særir stolt landsmanna. Stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að fara sérlega varlega þegar unnið er með fullveldi lands og þjóðar og gæta hagsmuna okkar í hvívetna gagnvart öðrum þjóðum. Innleiðing á bókuninni væri einfaldlega uppgjöf gagnvart erlendum ríkjum. Höldum uppi vörnum í málinu, förum með málstað okkar fyrir dómstóla og höldum þjóðarstoltinu. Ráðamenn landsins eiga aldrei að gera málamiðlanir þegar kemur að fullveldi Íslands. Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun