Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 13:16 Rannsóknin náði frá árinu 2011 til ársins í ár. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti loftgæði í loftförum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem varðar mörg tilfelli veikinda hjá fólki í flugáhöfnum frá árinu 2011 til ársins í ár. Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum. Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira