Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. október 2024 15:33 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, yfirgaf fundin um hálf sex. visir/Vilhelm Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Fundurinn hófst klukkan 15:30. Erfiðlega hefur gengið að ná í þingmenn Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa svarað kváðust ekkert kannast við fundinn. Bjarni ítrekaði að fundi loknum að engin tillaga hafi verið lögð fram þess efnis að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu á fundinum í dag. Spurður hvers vegna hafi verið boðað svo skyndilega til fundar sagði Bjarni að kallað væri til funda hjá flokknum þegar að ástæða þykir til og að reglulega væri fundað innan Sjálfstæðisflokksins. Hann tók ekki undir það að fundurinn hafi verið skyndilegur og sagði það orð fréttamiðla. Bjarni tók fram að meðal annars hafi verið lagt mat á stjórnarsamstarfið á fundinum en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í vikunni að hann teldi að framganga Vinstri grænna væri með þeim hætti að útilokað væri að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn Fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Henni hefur verið lokað en hægt er að renna yfir hvað átti sér stað þar.
Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira