Mary drottning hafi undrast umræðu um brúna skó Björns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 15:12 Halla ræddi fréttaflutning af klæðaburði hennar og eiginmannsins á Bylgjunni. getty „Hvort sem það er gott eða slæmt þá eru umræður um umbúðir oft meiri en um innihald,“ segir Halla Tómasdóttir forseti Íslands um fréttaflutning af Danmerkurheimsókn hennar undanfarna daga. Hún segir Mary Danadrottningu hafa undrast á þeirri athygli sem brúnir skór Björns Skúlasonar eiginmanns Höllu hafi fengið hér á landi. Danmerkurheimsókn Höllu hefur verið mikill fréttamatur undanfarna daga og allar hliðar heimsóknarinnar verið undir nálarauga fjölmiðla; klæðaburður hennar og eiginmannsins, hegðun og ræðuhöld sem dæmi. „Ég hugsa að allar konur, sem gegna áberandi störfum, allavega á bakvið luktar dyr, ræð að þessu fylgir aukaálag og fyrirhöfn. En þú verður, ef þú ætlar að vera í svona hlutverki, að átta sig á því að þetta er hluti af því. Ég get sagt að það vakti athygli hjá mér, og jafnvel dönsku drottningunni, að umræða um brúna skó eiginmanns míns hefði verið mest lesna fréttin á Íslandi eftir dag þar sem margar aðrar innihaldsríkar fréttir urðu til,“ segir Halla sem ræddi málið í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hún bar brúnu skóna saman við „klútabyltinguna“ frá kosningunum í vor, og segir „brúnu-skóbyltinguna“ hafa farið af stað daginn eftir fréttaflutninginn. „Til að sýna forsetagæjanum stuðning. Ég hef auðvitað ekki yfir neinu að kvarta, fólk er að lesa þessar fréttir mest, en ég held að við ættum að velta því fyrir okkur að fréttir um innihald ræðunnar var það sem fór hæst,“ segir Halla og bætir við að vinátta og tengsl þjóðanna hafi styrkst eftir heimsóknina. Greint var frá því í síðustu viku að Halla hafi kæðst kjól sem kostar um 642 þúsund íslenskar krónur í hátíðarkvöldverðinum sem haldinn var síðast liðinn þriðjudag í Kristjánsborgarhöll. „Ég kaupi öll mín föt sjálf,“ segir Halla spurð út í kjólinn sem fjallað var um. Hún segist upprunalega hafa ætlað, í samstarfi við Björgu í Spakmannsspjörum, að endurnýta efnið úr kjólnum sem hún klæddist á innsetningarathöfninni í sumar, í nafni sjálfbærni. Í ljós kom að nælurnar sem Halla átti að bera festust ekki í því efni og þá voru góð ráð dýr. Kjólinn fann hún hjá fatahönnuðinum Jenny Packham. Jafnréttismál að konur þurfi stanslaust að finna nýja kjóla Varðandi heimsóknina segir Halla að Ísland hafi verið fyrirmynd Dana í jafnréttismálum. „Eitt af því sem ég var stoltust af í Danmörku var hvað við vorum með jöfn kynjahlutföll í öllu sem við gerðum, hvort sem var á boðslistum eða í þáttöku í umræðum. En það er jafnréttísmál að ræða þá staðreynd að karl getur farið í sömu kjólfötin í hverja einustu heimsókn og orðurnar passa vel við,“ segir Halla létt í bragði. „Eigum við ekki að segja að flestar konur fagni þeim tækifærum að tala um hversu mikla áherslu við virðumst leggja á umbúðir yfir innihald þegar það kemur að kvenleiðtogum hvar sem þær eru,“ segir Halla í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Danmörk Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði. 12. október 2024 07:35 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Danmerkurheimsókn Höllu hefur verið mikill fréttamatur undanfarna daga og allar hliðar heimsóknarinnar verið undir nálarauga fjölmiðla; klæðaburður hennar og eiginmannsins, hegðun og ræðuhöld sem dæmi. „Ég hugsa að allar konur, sem gegna áberandi störfum, allavega á bakvið luktar dyr, ræð að þessu fylgir aukaálag og fyrirhöfn. En þú verður, ef þú ætlar að vera í svona hlutverki, að átta sig á því að þetta er hluti af því. Ég get sagt að það vakti athygli hjá mér, og jafnvel dönsku drottningunni, að umræða um brúna skó eiginmanns míns hefði verið mest lesna fréttin á Íslandi eftir dag þar sem margar aðrar innihaldsríkar fréttir urðu til,“ segir Halla sem ræddi málið í Bakaríinu á Bylgjunni í dag. Hún bar brúnu skóna saman við „klútabyltinguna“ frá kosningunum í vor, og segir „brúnu-skóbyltinguna“ hafa farið af stað daginn eftir fréttaflutninginn. „Til að sýna forsetagæjanum stuðning. Ég hef auðvitað ekki yfir neinu að kvarta, fólk er að lesa þessar fréttir mest, en ég held að við ættum að velta því fyrir okkur að fréttir um innihald ræðunnar var það sem fór hæst,“ segir Halla og bætir við að vinátta og tengsl þjóðanna hafi styrkst eftir heimsóknina. Greint var frá því í síðustu viku að Halla hafi kæðst kjól sem kostar um 642 þúsund íslenskar krónur í hátíðarkvöldverðinum sem haldinn var síðast liðinn þriðjudag í Kristjánsborgarhöll. „Ég kaupi öll mín föt sjálf,“ segir Halla spurð út í kjólinn sem fjallað var um. Hún segist upprunalega hafa ætlað, í samstarfi við Björgu í Spakmannsspjörum, að endurnýta efnið úr kjólnum sem hún klæddist á innsetningarathöfninni í sumar, í nafni sjálfbærni. Í ljós kom að nælurnar sem Halla átti að bera festust ekki í því efni og þá voru góð ráð dýr. Kjólinn fann hún hjá fatahönnuðinum Jenny Packham. Jafnréttismál að konur þurfi stanslaust að finna nýja kjóla Varðandi heimsóknina segir Halla að Ísland hafi verið fyrirmynd Dana í jafnréttismálum. „Eitt af því sem ég var stoltust af í Danmörku var hvað við vorum með jöfn kynjahlutföll í öllu sem við gerðum, hvort sem var á boðslistum eða í þáttöku í umræðum. En það er jafnréttísmál að ræða þá staðreynd að karl getur farið í sömu kjólfötin í hverja einustu heimsókn og orðurnar passa vel við,“ segir Halla létt í bragði. „Eigum við ekki að segja að flestar konur fagni þeim tækifærum að tala um hversu mikla áherslu við virðumst leggja á umbúðir yfir innihald þegar það kemur að kvenleiðtogum hvar sem þær eru,“ segir Halla í viðtalinu sem má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Danmörk Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Friðrik X Danakonungur Tengdar fréttir Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði. 12. október 2024 07:35 Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Höllu fylgt um Kaupmannahöfn: „Er hún ekki vinsæl á Íslandi?“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, fagnaði 56 ára afmæli í gær. Hún er nýkomin aftur heim úr sinni fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur þar sem öllu var til tjaldað. Heimsókn sem hún lýsir sjálf sem lærdómsríku ævintýri. Töluverður áhugi var fyrir heimsókninni í Danmörku og komust færri fjölmiðlar að en vildu á helstu viðburði. 12. október 2024 07:35