Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. október 2024 16:27 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals sem fátt getur stöðvað þessa dagana. Vísir/Anton Brink Valskonur lögðu Hauka með sex marka mun í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 28-22 í leik þar sem heimakonur í Val voru með yfirhöndina allan tímann. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Sjá meira