Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. október 2024 21:23 Harris hefur hvorki greinst með hjartasjúkdóm né krabbamein. AP/Ross D. Franklin Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. Samkvæmt skýrslunni, sem er í reynd tveggja blaðsíðna vottorð læknis Harris, er varaforsetinn við hestaheilsu. Hún þjáist af árstíðabundnum ofnæmum og notar við þeim ofnæmislyf, nefsprey og augndropa sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Þá hefur hún verið í ofnæmismeðferð í þrjú ár sem miðar að því að draga úr viðbrögðum ónæmiskerfisins. Farið er yfir heilsufarssögu Harris og greint frá því að hún sé nærsýn, hafi farið í aðgerð á kviði þegar hún var þriggja ára og að ristilkrabbamein sé þekktur í móðurlegg hennar. Annað sé ekki um hana að segja. VP Kamala Harris is in EXCELLENT health, according to her detailed health report just released. It’s your turn now, Donald. We already know you’re MENTALLY UNFIT for office — how about the rest of your 78-year-old body? 🤨 pic.twitter.com/CVj4YiCk4C— Jon Cooper 🇺🇸 (@joncoopertweets) October 12, 2024 Telja má líklegt að birtingu skýrslunnar og heilsufarssögu Harris sé ætlað að stilla henni upp sem heilbrigðari forsetaefninu samanborið við Donald Trump, sem er bæði töluvert eldri og hefur í síauknum mæli vakið athygli fyrir það hvernig hann talar. Trump hefur á kosningafundum undanfarið talað óskýrt, ruglast og vaðið úr einu í annað, svo eitthvað sé nefnt. „Berið aldur hennar og lífsþrótt saman við hans,“ sagði einn ráðgjafa Harris í dag. Trump hefur ítrekað neitað að birta ítarlegar upplýsingar um heilsu sína en framboð hans brást við útspili Harris í dag með því að senda út yfirlýsingu um að forsetinn fyrirverandi væri við afbragðs heilsu og fullfær um að sinna forsetaembættinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Samkvæmt skýrslunni, sem er í reynd tveggja blaðsíðna vottorð læknis Harris, er varaforsetinn við hestaheilsu. Hún þjáist af árstíðabundnum ofnæmum og notar við þeim ofnæmislyf, nefsprey og augndropa sem hægt er að kaupa án lyfseðils. Þá hefur hún verið í ofnæmismeðferð í þrjú ár sem miðar að því að draga úr viðbrögðum ónæmiskerfisins. Farið er yfir heilsufarssögu Harris og greint frá því að hún sé nærsýn, hafi farið í aðgerð á kviði þegar hún var þriggja ára og að ristilkrabbamein sé þekktur í móðurlegg hennar. Annað sé ekki um hana að segja. VP Kamala Harris is in EXCELLENT health, according to her detailed health report just released. It’s your turn now, Donald. We already know you’re MENTALLY UNFIT for office — how about the rest of your 78-year-old body? 🤨 pic.twitter.com/CVj4YiCk4C— Jon Cooper 🇺🇸 (@joncoopertweets) October 12, 2024 Telja má líklegt að birtingu skýrslunnar og heilsufarssögu Harris sé ætlað að stilla henni upp sem heilbrigðari forsetaefninu samanborið við Donald Trump, sem er bæði töluvert eldri og hefur í síauknum mæli vakið athygli fyrir það hvernig hann talar. Trump hefur á kosningafundum undanfarið talað óskýrt, ruglast og vaðið úr einu í annað, svo eitthvað sé nefnt. „Berið aldur hennar og lífsþrótt saman við hans,“ sagði einn ráðgjafa Harris í dag. Trump hefur ítrekað neitað að birta ítarlegar upplýsingar um heilsu sína en framboð hans brást við útspili Harris í dag með því að senda út yfirlýsingu um að forsetinn fyrirverandi væri við afbragðs heilsu og fullfær um að sinna forsetaembættinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira