Takk háttvirti borgarstjóri Einar Þorsteinsson Þórunn Sif Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 09:32 Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek og nennum ekki að vinna vinnuna okkar. Þessi ræða þín verður örugglega til þess að nú hunskast allir kennarar, ef kennara skyldi kalla, til að fara að vinna vinnuna sína. Takk fyrir að benda kennurum á hvað það er dýrt fyrir sveitarfélögin að þeir séu svona mikið veikir, ég er viss um að ræðan þín verði nú til þess að við förum nú að hætta því veseni. Fussum svei! Það er svo ótrúlega dýrt fyrir sveitarfélögin að vera með svona lata kennara sem nenna ekki að vinna vinnuna sína. Takk fyrir að benda okkur á að það er nú helber óþarfi að vera með „einhverja“ undirbúningstíma eins og þú orðaðir það svo fagmannlega. Við ættum nú bara að geta staðið óundirbúin fyrir framan 25 manna hóp og talað í átta tíma á dag. Þú sýndir það og sannaðir með ræðu þinni að það er hægt að standa og tala fyrir framan nokkur hundruð manns alveg óundirbúinn og uppskera lófaklapp! Takk fyrir að sýna okkur hvað við erum í góðum höndum með yfirmann sem ber svona mikla virðingu fyrir og styður við bakið á undirmönnum sínum í kjarabaráttu þeirra. Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna fyrir því að 690 þúsund króna laun (fyrir skatt) eftir fimm ára háskólanám eru fullboðleg fyrir svona lúxusjobb. Ég er sannfærð um að þessi ræða þín verði til þess að við kennarar, ef kennara skyldi kalla, girði sig nú í brók og hætti þessari heimtufrekju. Að nýútskrifaðir kennarar sem hafa farið til betur launaðra starfa sjái nú villu síns vegar og flykkist aftur inn í skólana. Takk! Höfundur er kennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Grunnskólar Skóla- og menntamál Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Takk fyrir að benda okkur kennaraletingjunum á hvað við erum frek og nennum ekki að vinna vinnuna okkar. Þessi ræða þín verður örugglega til þess að nú hunskast allir kennarar, ef kennara skyldi kalla, til að fara að vinna vinnuna sína. Takk fyrir að benda kennurum á hvað það er dýrt fyrir sveitarfélögin að þeir séu svona mikið veikir, ég er viss um að ræðan þín verði nú til þess að við förum nú að hætta því veseni. Fussum svei! Það er svo ótrúlega dýrt fyrir sveitarfélögin að vera með svona lata kennara sem nenna ekki að vinna vinnuna sína. Takk fyrir að benda okkur á að það er nú helber óþarfi að vera með „einhverja“ undirbúningstíma eins og þú orðaðir það svo fagmannlega. Við ættum nú bara að geta staðið óundirbúin fyrir framan 25 manna hóp og talað í átta tíma á dag. Þú sýndir það og sannaðir með ræðu þinni að það er hægt að standa og tala fyrir framan nokkur hundruð manns alveg óundirbúinn og uppskera lófaklapp! Takk fyrir að sýna okkur hvað við erum í góðum höndum með yfirmann sem ber svona mikla virðingu fyrir og styður við bakið á undirmönnum sínum í kjarabaráttu þeirra. Takk fyrir að opna augu okkar kennaraletingjanna fyrir því að 690 þúsund króna laun (fyrir skatt) eftir fimm ára háskólanám eru fullboðleg fyrir svona lúxusjobb. Ég er sannfærð um að þessi ræða þín verði til þess að við kennarar, ef kennara skyldi kalla, girði sig nú í brók og hætti þessari heimtufrekju. Að nýútskrifaðir kennarar sem hafa farið til betur launaðra starfa sjái nú villu síns vegar og flykkist aftur inn í skólana. Takk! Höfundur er kennari í Reykjavík.