„Lífsstíllinn er að drepa okkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. október 2024 10:42 Fjölskyldan varð fyrir einskonar vitrun þegar hún dvaldist í Costa-Rica. Númi Snær Katrínarson, þrautreyndur þjálfari og rekstrarmaður, segist hafa fengið menningarsjokk þegar hann kom aftur til Íslands eftir að hafa dvalið mánuðum saman í frumskógum Costa Rica með fjölskyldu sinni. Númi er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar segir hann hraðann á Íslandi gríðarlegan. Við séum hreinlega að drepa okkur á óhollum lífsstíl. Númi segir að nýleg ferð hans og fjölskyldunnar til Costa Rica hafi breytt lífsviðhorfum sínum. Konan Núma heitir Elín Jónsdóttir og þau eiga þrjú börn saman sem eru öll á grunnskólaaldri. Tímabært að aftengja „Okkur langaði númer eitt tvö og þrjú bara að taka allt úr sambandi. Ekki síst fyrir krakkana okkar. Að hverfa, tengjast og vera í náttúrunni. Og hvað er þá betra en að fara bara inn í frumskóginn eins langt frá því sem við þekkjum og mögulegt er.“ Númi segir ferðina hafa verið mikla upplifun. Þau bjuggu í litlu húsi í skóginum með apa, fugla og skordýr allt um kring. „Þar vorum við hluti af samfélagi þar sem allir hjálpast að til að geta búið þarna. Krakkarnir fóru í skóla og við vorum að vinna hluta af deginum og svo voru alls konar uppákomur, listsköpun og fleira. Númi Snær er margfaldur meistari í Crossfit. Hann segist hafa keyrt sig í þrot, lífsstíllinn á Íslandi sé einfaldlega óheilbrigður. Það er erfitt að útskýra það sem við upplifðum þarna, en það var magnað að vera inni í frumskóginum og vakna upp við dýrahljóðin á hverjum degi og taka 40 mínútur á hverju kvöldi í hugleiðslu og tengingu við dýralífið og náttúruna.“ Menningjarsjokk að koma aftur til Íslands Að koma heim hafi svo verið áfall. „Við fengum menningarsjokk þegar við komum heim. Það er svo mikill hraði á Íslandi, efnishyggja og keyrsla. Fólk er að mínu mati oft að elta eitthvað sem það veit ekki einu sinni hvað er. Brynjan hjá mörgum er orðin mjög þykk í þessu efnishyggjukapphlaupi, en innst inni viljum við öll bara vera séð, heyrð og snert.” Númi hefur sterkar skoðanir á því sem er að gerast í samfélaginu okkar, ekki síst eftir að hafa starfað í áraraðir við að hjálpa fólki með heilsu: „Ég vil ekki vera neikvæður eða vera með boð og bönn, en við erum á svo margan hátt á rangri leið. Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um börnin okkar. Hver ætlar að taka við þegar við föllum frá? Er eðlilegt að við séum að fóðra krakka undir 10 ára og auðvitað unglinga líka með sykurlegi, gervimat, orkudrykkjum og aukaefnakokteilum? Svo erum við komin með lyfin inn þegar þau eru 5-6 ára gömul.“ Tvítugir karlmenn í dag þurfa Viagra til að geta stundað kynlíf! Mér finnst þetta „scary“ þróun og eitthvað sem við verðum að tala um og gera eitthvað í. Þetta þarf ekki að vera svona. Númer eitt, tvö og þrjú er að við verðum að breyta innkaupakörfunni okkar. Breyta því hvað við setjum í líkama okkar. Hvort sem það er öll þessi ruslfæða, orkudrykkir, snus-pokar, wape eða annað. Þetta er að drepa okkur. Spurningin er hvort og hvenær við ætlum að vakna upp úr dáleiðslunni sem við erum föst í,“ segir Númi Snær. Neyddist til að endurskoða ýmislegt í sínu lífi Númi Snær breytti um takt fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið kominn langt í Crossfit ásamt því að reka fjölskyldu og fyrirtæki. Hann hefur undanfarin ár einbeitt sér að heildrænni nálgun þegar heilsan er annars vegar: „Ég lenti á botninum. Hvort sem við köllum það „burnout“ eða eitthvað annað, þá var hraðinn á mér búinn að vera allt of mikill. Ég var búinn að æfa tvisvar á dag nánast allt mitt líf og svo var ég að læra, eignast börn og að reka fyrirtæki. Þetta var bara of mikið og ég náði engum tíma fyrir mig og var eiginlega bara hættur að geta andað. En það er kannski ekki nema von að maður fari í þessa átt miðað við skilyrðingarnar. Manni hefur bara verið kennt að vera karlmaður, slá í borðið og drekka meira kaffi og halda áfram og ég var alltaf bara þannig.“ Númi segist hafa neyðst til að endurskoða ýmislegt í sínu lífi eftir tímabilið í Costa Rica. Það hafi opnað augu hans; hann átti ekki annan kost en hægja verulega á sér. Um leið opnuðust augu hans fyrir því hversu stór hluti Íslendinga sé fastur í streituástandi. „Við gefum okkur fæst tíma og rými til að hægja á okkur og spyrja okkur hvort við séum að gera það sem við viljum gera í lífinu og hvort við séum að fara í rétta átt? Tilhneigingin er að halda bara áfram að hlaupa án þess að vita hvert maður er að fara. En staðreyndin er sú að það er býr mikil viska í kyrrðinni og þar fær maður svörin. Það er mikilvægt að jarðtengja sig reglulega, ná að hlusta á innsæið og gefa sér rými. Svörin eru öll innra með okkur og líkaminn er stórkostlegt tæki sem kann að heila sjálfan sig ef við hlustum almennilega á hvað hann er að reyna að segja okkur.“ Menn huga ekki að heilsunni fyrr en komið er í óefni Nútíminn býður hins vegar upp á áreiti sem er allt of mikið. Líkaminn fari úr jafnvægi með alls konar áráttukenndri hegðun varðandi mat og annað. Þá endi það bara með því að við séum einfaldlega hætt að leyfa líkamanum að vinna sína vinnu í friði. Númi sér það oft í störfum sínum að fólk setur ekki heilsuna í forgang fyrr en það er orðið örvæntingarfullt. Hann veltir því upp hvort við getum ekki tekið ákvörðun um að forgangsraða heilsunni áður en allt er komið í óefni: „Við endum flest á að átta okkur á því að við þurfum að koma okkur út í náttúruna, borða náttúrulegan mat og hægja á okkur. En því miður gerist það oft ekki fyrr en allt of seint. Hefur þú prófað að vera ekki með ristil? Eða vera með krabbamein? Þegar staðan er orðin þannig er mjög augljóst að það er bara eitt forgangsatriði og það er að ná heilsu. Við ættum að átta okkur á því að við eigum bara einn líkama og bara eina heilsu sem ætti í raun að vera alltaf í forgangi.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Núma og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Númi er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og þar segir hann hraðann á Íslandi gríðarlegan. Við séum hreinlega að drepa okkur á óhollum lífsstíl. Númi segir að nýleg ferð hans og fjölskyldunnar til Costa Rica hafi breytt lífsviðhorfum sínum. Konan Núma heitir Elín Jónsdóttir og þau eiga þrjú börn saman sem eru öll á grunnskólaaldri. Tímabært að aftengja „Okkur langaði númer eitt tvö og þrjú bara að taka allt úr sambandi. Ekki síst fyrir krakkana okkar. Að hverfa, tengjast og vera í náttúrunni. Og hvað er þá betra en að fara bara inn í frumskóginn eins langt frá því sem við þekkjum og mögulegt er.“ Númi segir ferðina hafa verið mikla upplifun. Þau bjuggu í litlu húsi í skóginum með apa, fugla og skordýr allt um kring. „Þar vorum við hluti af samfélagi þar sem allir hjálpast að til að geta búið þarna. Krakkarnir fóru í skóla og við vorum að vinna hluta af deginum og svo voru alls konar uppákomur, listsköpun og fleira. Númi Snær er margfaldur meistari í Crossfit. Hann segist hafa keyrt sig í þrot, lífsstíllinn á Íslandi sé einfaldlega óheilbrigður. Það er erfitt að útskýra það sem við upplifðum þarna, en það var magnað að vera inni í frumskóginum og vakna upp við dýrahljóðin á hverjum degi og taka 40 mínútur á hverju kvöldi í hugleiðslu og tengingu við dýralífið og náttúruna.“ Menningjarsjokk að koma aftur til Íslands Að koma heim hafi svo verið áfall. „Við fengum menningarsjokk þegar við komum heim. Það er svo mikill hraði á Íslandi, efnishyggja og keyrsla. Fólk er að mínu mati oft að elta eitthvað sem það veit ekki einu sinni hvað er. Brynjan hjá mörgum er orðin mjög þykk í þessu efnishyggjukapphlaupi, en innst inni viljum við öll bara vera séð, heyrð og snert.” Númi hefur sterkar skoðanir á því sem er að gerast í samfélaginu okkar, ekki síst eftir að hafa starfað í áraraðir við að hjálpa fólki með heilsu: „Ég vil ekki vera neikvæður eða vera með boð og bönn, en við erum á svo margan hátt á rangri leið. Mér finnst þetta fyrst og fremst snúast um börnin okkar. Hver ætlar að taka við þegar við föllum frá? Er eðlilegt að við séum að fóðra krakka undir 10 ára og auðvitað unglinga líka með sykurlegi, gervimat, orkudrykkjum og aukaefnakokteilum? Svo erum við komin með lyfin inn þegar þau eru 5-6 ára gömul.“ Tvítugir karlmenn í dag þurfa Viagra til að geta stundað kynlíf! Mér finnst þetta „scary“ þróun og eitthvað sem við verðum að tala um og gera eitthvað í. Þetta þarf ekki að vera svona. Númer eitt, tvö og þrjú er að við verðum að breyta innkaupakörfunni okkar. Breyta því hvað við setjum í líkama okkar. Hvort sem það er öll þessi ruslfæða, orkudrykkir, snus-pokar, wape eða annað. Þetta er að drepa okkur. Spurningin er hvort og hvenær við ætlum að vakna upp úr dáleiðslunni sem við erum föst í,“ segir Númi Snær. Neyddist til að endurskoða ýmislegt í sínu lífi Númi Snær breytti um takt fyrir nokkrum árum eftir að hafa verið kominn langt í Crossfit ásamt því að reka fjölskyldu og fyrirtæki. Hann hefur undanfarin ár einbeitt sér að heildrænni nálgun þegar heilsan er annars vegar: „Ég lenti á botninum. Hvort sem við köllum það „burnout“ eða eitthvað annað, þá var hraðinn á mér búinn að vera allt of mikill. Ég var búinn að æfa tvisvar á dag nánast allt mitt líf og svo var ég að læra, eignast börn og að reka fyrirtæki. Þetta var bara of mikið og ég náði engum tíma fyrir mig og var eiginlega bara hættur að geta andað. En það er kannski ekki nema von að maður fari í þessa átt miðað við skilyrðingarnar. Manni hefur bara verið kennt að vera karlmaður, slá í borðið og drekka meira kaffi og halda áfram og ég var alltaf bara þannig.“ Númi segist hafa neyðst til að endurskoða ýmislegt í sínu lífi eftir tímabilið í Costa Rica. Það hafi opnað augu hans; hann átti ekki annan kost en hægja verulega á sér. Um leið opnuðust augu hans fyrir því hversu stór hluti Íslendinga sé fastur í streituástandi. „Við gefum okkur fæst tíma og rými til að hægja á okkur og spyrja okkur hvort við séum að gera það sem við viljum gera í lífinu og hvort við séum að fara í rétta átt? Tilhneigingin er að halda bara áfram að hlaupa án þess að vita hvert maður er að fara. En staðreyndin er sú að það er býr mikil viska í kyrrðinni og þar fær maður svörin. Það er mikilvægt að jarðtengja sig reglulega, ná að hlusta á innsæið og gefa sér rými. Svörin eru öll innra með okkur og líkaminn er stórkostlegt tæki sem kann að heila sjálfan sig ef við hlustum almennilega á hvað hann er að reyna að segja okkur.“ Menn huga ekki að heilsunni fyrr en komið er í óefni Nútíminn býður hins vegar upp á áreiti sem er allt of mikið. Líkaminn fari úr jafnvægi með alls konar áráttukenndri hegðun varðandi mat og annað. Þá endi það bara með því að við séum einfaldlega hætt að leyfa líkamanum að vinna sína vinnu í friði. Númi sér það oft í störfum sínum að fólk setur ekki heilsuna í forgang fyrr en það er orðið örvæntingarfullt. Hann veltir því upp hvort við getum ekki tekið ákvörðun um að forgangsraða heilsunni áður en allt er komið í óefni: „Við endum flest á að átta okkur á því að við þurfum að koma okkur út í náttúruna, borða náttúrulegan mat og hægja á okkur. En því miður gerist það oft ekki fyrr en allt of seint. Hefur þú prófað að vera ekki með ristil? Eða vera með krabbamein? Þegar staðan er orðin þannig er mjög augljóst að það er bara eitt forgangsatriði og það er að ná heilsu. Við ættum að átta okkur á því að við eigum bara einn líkama og bara eina heilsu sem ætti í raun að vera alltaf í forgangi.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Núma og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Heilsa Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira