Kæru kennarar Einar Þorsteinsson skrifar 14. október 2024 19:51 Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. Á myndbandið vantaði byrjunina á ræðu minni þar sem ég lagði til að á næstu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna yrðu mannauðsmál sett formlega á dagskrá. Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum. Aðgerðir undanfarinna ára Ég nefndi líka að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til þess að bæta starfsaðstæður ykkar hafa greinilega ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi er bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst af öllum Norðurlöndunum, í leikskólunum hefur fermetrum á hvert barn verið fjölgað sem og undirbúningstímum fjölgað og vinnuvikan stytt úr 40 í 36 klukkustundir. Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að. Breyttur veruleiki skólakerfisins Í tali mínu á ráðstefnu sveitarfélaganna um málefni ykkar þótti mér mikilvægt að draga þessi atriði fram því við, vinnuveitendur ykkar, þurfum að horfa á kerfið í heild þegar við bregðumst við, mótum stefnu og ráðumst í aðgerðir. Ég nefndi líka sérstaklega að við yrðum að búa þannig um skólastarfið að kennarar væru „hamingjusamir í starfi og liði vel“ og ágætt að hnykkja á því markmiði. Starf kennarans er krefjandi en það mótast líka af því skólakerfi sem við höfum byggt upp. Enginn einn ber ábyrgð á kerfinu, enda er það afsprengi stefnumótunar ríkis, sveitarfélaga og krafna frá fræða- og kennarasamfélaginu. Einhversstaðar verður umræðan að byrja Er tímabært að staldra við og skoða forsendurnar? Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara. Enn eitt, fjölgun barna með greiningar og hegðunarvandamál og samskipti við foreldra sem þeim verkefnum fylgja eykur líka klárlega álagið. Þetta þekkið þið vel. En þetta vitum við foreldrar líka. Persónulega er ég ævinlega þakklátur kennurum minna þriggja barna og veit hvernig þeir – og þið – takið utan um börn náms- og félagslega og stuðlið að farsælli og hamingjusamri æsku sem leggur grunn að allri framtíð. Mannanna verk Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á íslensku menntakerfi sem varða allt í senn skipulag, gæði og þjónustu innan kerfisins og upplýsingar um stöðu og þróun hvers nemanda og skólakerfisins í heild. Ber það fyrst að nefna innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þá eru til meðferðar frumvarp að lögum um námsgögn og frumvarp að lögum um inngildandi menntun. Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu. Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Þorsteinsson Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Frá ykkur hef ég fengið sterk viðbrögð við ummælum mínum um starfsaðstæður kennara á ráðstefnu Sambands sveitarfélaganna og nokkuð ljóst að sjónarmið mín hafa ekki komist nægilega vel á framfæri í stuttum myndbandsbúti sem fór á flug. Á myndbandið vantaði byrjunina á ræðu minni þar sem ég lagði til að á næstu fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna yrðu mannauðsmál sett formlega á dagskrá. Í óundirbúinni ræðu minni, sem var hluti af stærri umræðu um fjármál sveitarfélaga, benti ég á að veikindahlutfall kennara er um 8-9%. Það er alvarlegt að svo margir kennarar glími við veikindi til lengri eða skemmri tíma en lýsir því álagi sem starfinu og starfsaðstæðum fylgja. Slík fjarvera fagfólks kostar sveitarfélög mikla fjármuni og dregur verulega úr skilvirkni skólastarfsins. Starf kennara er eitt það mikilvægasta í okkar samfélagi og það þarf að standa vörð um heilsufar kennara með tiltækum ráðum. Aðgerðir undanfarinna ára Ég nefndi líka að þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í á síðustu árum til þess að bæta starfsaðstæður ykkar hafa greinilega ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Á Íslandi er bein kennsla hvers grunnskólakennara minnst af öllum Norðurlöndunum, í leikskólunum hefur fermetrum á hvert barn verið fjölgað sem og undirbúningstímum fjölgað og vinnuvikan stytt úr 40 í 36 klukkustundir. Þessar aðgerðir höfðu það að markmiði að lækka veikindahlutfallið og stórbæta aðstæður en þróunin er í öfuga átt. Samkvæmt nýrri könnun sér fjórðungur kennara ekki fyrir sér að endast í starfinu. Eitthvað er að. Breyttur veruleiki skólakerfisins Í tali mínu á ráðstefnu sveitarfélaganna um málefni ykkar þótti mér mikilvægt að draga þessi atriði fram því við, vinnuveitendur ykkar, þurfum að horfa á kerfið í heild þegar við bregðumst við, mótum stefnu og ráðumst í aðgerðir. Ég nefndi líka sérstaklega að við yrðum að búa þannig um skólastarfið að kennarar væru „hamingjusamir í starfi og liði vel“ og ágætt að hnykkja á því markmiði. Starf kennarans er krefjandi en það mótast líka af því skólakerfi sem við höfum byggt upp. Enginn einn ber ábyrgð á kerfinu, enda er það afsprengi stefnumótunar ríkis, sveitarfélaga og krafna frá fræða- og kennarasamfélaginu. Einhversstaðar verður umræðan að byrja Er tímabært að staldra við og skoða forsendurnar? Skóli án aðgreiningar er að mínu áliti rétt stefna, að öll börn óháð stöðu fái sömu þjónustu og að enginn upplifi sig útundan. En ég vil ræða hvernig okkur gengur með þá stefnu og hvort betur megi fara. Ég ætla að leyfa mér að hafa ekki fullmótaða skoðun á því strax og langar að heyra í ykkur sem best þekkið til mála. Þá verður að horfast í augu við þá staðreynd að 33% barna í leikskólum og 24% barna í grunnskólum borgarinnar eru af erlendum uppruna og þær geysimiklu breytingar sem það hefur á störf ykkar kennara. Enn eitt, fjölgun barna með greiningar og hegðunarvandamál og samskipti við foreldra sem þeim verkefnum fylgja eykur líka klárlega álagið. Þetta þekkið þið vel. En þetta vitum við foreldrar líka. Persónulega er ég ævinlega þakklátur kennurum minna þriggja barna og veit hvernig þeir – og þið – takið utan um börn náms- og félagslega og stuðlið að farsælli og hamingjusamri æsku sem leggur grunn að allri framtíð. Mannanna verk Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á íslensku menntakerfi sem varða allt í senn skipulag, gæði og þjónustu innan kerfisins og upplýsingar um stöðu og þróun hvers nemanda og skólakerfisins í heild. Ber það fyrst að nefna innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og lög um miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þá eru til meðferðar frumvarp að lögum um námsgögn og frumvarp að lögum um inngildandi menntun. Það er afar mikilvægt að þessar breytingar nái fram að ganga en til þess þarf öflugt samstarf fagfólks á vettvangi, sveitarstjórna, ráðuneytis og stofnana ríkisins. Reykjavíkurborg mun leggja mikla áherslu á virkan þátt í þessari vinnu. Kæru kennarar. Það er einfaldlega mín skoðun að það sé tímabært og nauðsynlegt að við ræðum um menntun og skólakerfið með opnum huga. Öll kerfi eru mannanna verk. Ég er reiðubúinn til samtals við ykkur og mér þykir leitt að þið hafið túlkað orð mín þannig að ég beri ekki virðingu fyrir ykkar störfum en því fer fjarri. Höfundur er borgarstjóri Reykjavíkur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun