Enginn sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils Andri Sigurðsson skrifar 15. október 2024 00:01 Viðreisn og hinir frjálslyndu flokkarnir hafa af stórum hluta gert baráttuna gegn krónunni að aðal baráttumáli sínu síðustu áratugina og nýleg grein Sigmars Guðmundssonar á Vísir.is er engin undan tekning. Þar kennir hann krónunni um öll okkar vandamál, húsnæðiskrísuna, skuldaþrælkunina, vaxtastigið og fleira. En hvers vegna? Að gera blóraböggul úr sjálfstæðum gjaldmiðli þjónar ákveðnu hlutverki. Það er í fyrsta lagi að afneita hagkerfinu sem stjórnmálaflokkarnir hafa skapað í samvinnu við hægrið og auðvaldið, og í öðru lagi að réttlæta inngöngu í Evrópusambandið sem mun óhjákvæmilega framselja hluta af sjálfstæði landsins til embættismanna í Evrópu og Evrópska seðlabankans. Í þessu tilfelli verður fullveldi Íslands í penigamálum framselt. Staðreyndin er að sjálfstæður gjaldmiðill er stór hluti af því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Og það sem meira er, sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils er ekki dæmi sem gengur upp. Það er það sem vinstrisinnaðir hagfræðingar líkt og Michael Hudson þreytast ekki að benda á. Íslenskir hagfræðingar líkt og Ólafur Margeirsson hafna líka að hátt vaxtastig og öll stóru vandamálin sem íslenskir stjórnmálamenn eru ófærir um að leysa hafi eitthvað að gera með krónuna heldur sé vaxtastigið einfaldlega niðurstaðan úr því hagkerfi sem íslenskir stjórnmálamenn hafi skapað. Eða eins og Ólafur Margeirsson skrifaði í grein 2014: „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins.“ Markaðshyggju krafist og ríkisvæðing takmörkuð Breskir vinstrimenn líkt og Tony Benn og Jeremy Corbyn hafa í áratugi bent á að Evran sé ekki samhæfanleg við að byggja upp sósíalískt ríki. Ein forsenda þess er nefnilega að hafa yfir að ráða sjálfstæðum gjaldmiðli sem hægt er að beita til að byggja innviði og stækka efnahagskerfið með því að veita fjármagni til uppbyggingar húsnæðis en líka iðnaðar og innviða. "Evrópusambandið hefur einu stjórnarskrána sem er bundin við kapítalisma .. hún gerir út af við möguleikann á sósíalisma alls staðar í Evrópu, og gerir kapítalisma að stjórnarskrábundinni kröfu" — Tony Benn Það er margt sem stendur í vegi fyrir því að byggja upp sósíalisma innan ESB. Þar má nefna reglur sambandsins um samkeppni sem leggjast gegn ríkisstuðningi við iðnað sem ESB segir að geti “raskað” samkeppni á hinum frjálsa markaði. Grein 120 í Lissabonsáttmálanum krefst þess að aðildarríki „starfi í samræmi við meginregluna um opið markaðshagkerfi með frjálsri samkeppni“. Markaðshyggja er þannig bundin í lög sambandsins. Þá bindur Maastrict sáttmálinn hendur aðilarríkja við 3% árlegan fjárhagshalla miðað við landsframleiðslu og að skuldir ríkisins skuli ekki vera meiri en 60%. Þetta þýðir í stuttu máli að niðurskurðarstefnu sé krafist innan ESB. Samskonar reglur voru settar á Íslandi undir miklum áróðri Viðskiptaráðs árið 2015, en þær hafa verið teknar úr sambandi t.d. Í covid eftir okkar eigin hentugleika. Innan ESB gæti Ísland átt yfir höfði sér að taka út refsingar fyrir að fara fram úr fjárlögum. Mikil umræða hefur verið innan hagfræðinnar um tilgang og afleiðingar ríkisskuldasöfnunar, og hvort að ríkisskuldareglur þjóni yfir höfuð einhverjum tilgangi, öðrum en að þrengja að umsvifum hins opinbera - sem var eflaust markmið Viðskiptaráðs á sínum tíma. Samkvæmt 101 greinar Lissabonsáttmálans er skylt að „þjónusta sem hefur almenna efnahagslega þýðingu eða er í eðli sínu tekjuskapandi einokun“ sé háð samkeppni. Þetta er gert til að takmarka verulega möguleikann á þjóðnýtingu og til að uppfylla kröfuna þyrfti almennt að brjóta upp og selja starfsemi í eigu hins opinbera. Þarna á réttur markaðarins að ráða en ekki almennings. Þjóðnýting fjármálakerfisins og bankanna, sem er nauðsynleg til að byggja upp sósíalískt ríki, eða annars iðnaðar myndi brjóta gegn sáttmálanum. Valdleysi verkafólks er vandamálið Að gera krónuna að blóraböggli er fullkomin afsökun fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið því það þýðir að ekki sé hægt að leysa húsnæðislána-, vaxta- og okurvandann á neinn annan hátt en að taka upp annan gjaldmiðil. Það þurfi ekki einu sinni að reyna, allar tilraunir til þess eru jú tilgangslausar með svona “ónýtan” gjaldmiðil eins og krónan er sögð vera. Mörg helstu vandamál Íslands eru þannig smættuð niður í þetta eina atriði. En raunverulegt vandamál okkar er ekki sjálfstæður gjaldmiðill, sem vill svo til að heitir króna, heldur hvernig honum er stýrt og fyrir hvaða stétt! Það er spurning sem fólkið í Viðreisn spyr sig aldrei því svarið er stéttin sem þau eru að vinna fyrir, ekki verkafólkið sem Sigmar nefnir ekki einu sinni í greininni heldur kapítalið sem græðir á ástandinu. Grein Sigmars ber heitið “Vatn rennur ekki upp í móti” en með því heldur hann því ranglega fram að hátt vaxta stig sé náttúrulögmál sem ekki sé hægt að breyta. Það er auðvitað ekkert lögmál. Það sem er hins vegar mikið frekar lögmál er að flestir stjórnmálamenn munu seint setja sig upp á móti hagsmunum kapítalsins sem hefur skapað umhverfið sem er að sliga verka- og launafólk í landinu. Síhækkandi húsnæðisverð og vaxtaokur er gróðastýja hins fjármálavædda kapítalisma sem íslenskt samfélag er byggt í kringum. Sama fjármálakapítalisma sem arðrænir verkafólk í Evrópu. Innganga í Evrópusambandið mun því aðeins þýða að íslenskum almenningi verði kastað úr öskunni í eldinn. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn og hinir frjálslyndu flokkarnir hafa af stórum hluta gert baráttuna gegn krónunni að aðal baráttumáli sínu síðustu áratugina og nýleg grein Sigmars Guðmundssonar á Vísir.is er engin undan tekning. Þar kennir hann krónunni um öll okkar vandamál, húsnæðiskrísuna, skuldaþrælkunina, vaxtastigið og fleira. En hvers vegna? Að gera blóraböggul úr sjálfstæðum gjaldmiðli þjónar ákveðnu hlutverki. Það er í fyrsta lagi að afneita hagkerfinu sem stjórnmálaflokkarnir hafa skapað í samvinnu við hægrið og auðvaldið, og í öðru lagi að réttlæta inngöngu í Evrópusambandið sem mun óhjákvæmilega framselja hluta af sjálfstæði landsins til embættismanna í Evrópu og Evrópska seðlabankans. Í þessu tilfelli verður fullveldi Íslands í penigamálum framselt. Staðreyndin er að sjálfstæður gjaldmiðill er stór hluti af því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Og það sem meira er, sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils er ekki dæmi sem gengur upp. Það er það sem vinstrisinnaðir hagfræðingar líkt og Michael Hudson þreytast ekki að benda á. Íslenskir hagfræðingar líkt og Ólafur Margeirsson hafna líka að hátt vaxtastig og öll stóru vandamálin sem íslenskir stjórnmálamenn eru ófærir um að leysa hafi eitthvað að gera með krónuna heldur sé vaxtastigið einfaldlega niðurstaðan úr því hagkerfi sem íslenskir stjórnmálamenn hafi skapað. Eða eins og Ólafur Margeirsson skrifaði í grein 2014: „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins.“ Markaðshyggju krafist og ríkisvæðing takmörkuð Breskir vinstrimenn líkt og Tony Benn og Jeremy Corbyn hafa í áratugi bent á að Evran sé ekki samhæfanleg við að byggja upp sósíalískt ríki. Ein forsenda þess er nefnilega að hafa yfir að ráða sjálfstæðum gjaldmiðli sem hægt er að beita til að byggja innviði og stækka efnahagskerfið með því að veita fjármagni til uppbyggingar húsnæðis en líka iðnaðar og innviða. "Evrópusambandið hefur einu stjórnarskrána sem er bundin við kapítalisma .. hún gerir út af við möguleikann á sósíalisma alls staðar í Evrópu, og gerir kapítalisma að stjórnarskrábundinni kröfu" — Tony Benn Það er margt sem stendur í vegi fyrir því að byggja upp sósíalisma innan ESB. Þar má nefna reglur sambandsins um samkeppni sem leggjast gegn ríkisstuðningi við iðnað sem ESB segir að geti “raskað” samkeppni á hinum frjálsa markaði. Grein 120 í Lissabonsáttmálanum krefst þess að aðildarríki „starfi í samræmi við meginregluna um opið markaðshagkerfi með frjálsri samkeppni“. Markaðshyggja er þannig bundin í lög sambandsins. Þá bindur Maastrict sáttmálinn hendur aðilarríkja við 3% árlegan fjárhagshalla miðað við landsframleiðslu og að skuldir ríkisins skuli ekki vera meiri en 60%. Þetta þýðir í stuttu máli að niðurskurðarstefnu sé krafist innan ESB. Samskonar reglur voru settar á Íslandi undir miklum áróðri Viðskiptaráðs árið 2015, en þær hafa verið teknar úr sambandi t.d. Í covid eftir okkar eigin hentugleika. Innan ESB gæti Ísland átt yfir höfði sér að taka út refsingar fyrir að fara fram úr fjárlögum. Mikil umræða hefur verið innan hagfræðinnar um tilgang og afleiðingar ríkisskuldasöfnunar, og hvort að ríkisskuldareglur þjóni yfir höfuð einhverjum tilgangi, öðrum en að þrengja að umsvifum hins opinbera - sem var eflaust markmið Viðskiptaráðs á sínum tíma. Samkvæmt 101 greinar Lissabonsáttmálans er skylt að „þjónusta sem hefur almenna efnahagslega þýðingu eða er í eðli sínu tekjuskapandi einokun“ sé háð samkeppni. Þetta er gert til að takmarka verulega möguleikann á þjóðnýtingu og til að uppfylla kröfuna þyrfti almennt að brjóta upp og selja starfsemi í eigu hins opinbera. Þarna á réttur markaðarins að ráða en ekki almennings. Þjóðnýting fjármálakerfisins og bankanna, sem er nauðsynleg til að byggja upp sósíalískt ríki, eða annars iðnaðar myndi brjóta gegn sáttmálanum. Valdleysi verkafólks er vandamálið Að gera krónuna að blóraböggli er fullkomin afsökun fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið því það þýðir að ekki sé hægt að leysa húsnæðislána-, vaxta- og okurvandann á neinn annan hátt en að taka upp annan gjaldmiðil. Það þurfi ekki einu sinni að reyna, allar tilraunir til þess eru jú tilgangslausar með svona “ónýtan” gjaldmiðil eins og krónan er sögð vera. Mörg helstu vandamál Íslands eru þannig smættuð niður í þetta eina atriði. En raunverulegt vandamál okkar er ekki sjálfstæður gjaldmiðill, sem vill svo til að heitir króna, heldur hvernig honum er stýrt og fyrir hvaða stétt! Það er spurning sem fólkið í Viðreisn spyr sig aldrei því svarið er stéttin sem þau eru að vinna fyrir, ekki verkafólkið sem Sigmar nefnir ekki einu sinni í greininni heldur kapítalið sem græðir á ástandinu. Grein Sigmars ber heitið “Vatn rennur ekki upp í móti” en með því heldur hann því ranglega fram að hátt vaxta stig sé náttúrulögmál sem ekki sé hægt að breyta. Það er auðvitað ekkert lögmál. Það sem er hins vegar mikið frekar lögmál er að flestir stjórnmálamenn munu seint setja sig upp á móti hagsmunum kapítalsins sem hefur skapað umhverfið sem er að sliga verka- og launafólk í landinu. Síhækkandi húsnæðisverð og vaxtaokur er gróðastýja hins fjármálavædda kapítalisma sem íslenskt samfélag er byggt í kringum. Sama fjármálakapítalisma sem arðrænir verkafólk í Evrópu. Innganga í Evrópusambandið mun því aðeins þýða að íslenskum almenningi verði kastað úr öskunni í eldinn. Höfundur er sósíalisti.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun