Fyrrverandi kærasti myrti Puhakka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 10:01 Janne Puhakka og Rolf Nordmo. Samkvæmt upplýsingum frá finnsku lögreglunni hefur fyrrverandi kærasti Jannes Puhakka játað að hafa myrt hann. Puhakka, sem var fyrsti leikmaðurinn í efstu deild í íshokkí í Finnlandi til að koma út úr skápnum, var skotinn til bana í Espoo á sunnudaginn. Hann var 29 ára þegar hann lést. Puhakka var í sambandi með Rolf Nordmo, 66 ára norskum dýralækni. Hann hefur viðurkennt að myrt Puhakka. Ástæðan fyrir morðinu er talin vera sambandsslit þeirra. Samkvæmt rannsóknarlögreglumanninum Matti Högman skaut Nordmo Puhakka til bana með haglabyssu sem hann hafði fengið að gjöf. Puhakka flutti út af heimili þeirra í Espoo eftir sambandsslitin en kom þangað aftur á sunnudaginn til að ganga frá praktískum málum. Vinkona Puhakkas hafði samband við lögregluna á sunnudagskvöldið. Hún hafði ekki náð í Puhakka og hafði áhyggjur af honum. Þegar lögreglan kom á staðinn var Nordmo handtekinn. Hann kom sjálfviljugur út úr íbúðinni. Hann var svo yfirheyrður í gær. Málið var fyrst rannsakað sem manndráp en svo sem morð. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar var verknaðurinn framinn af yfirlögðu ráði og var sérstaklega ofbeldisfullur. Árið 2019 greindi Puhakka frá því að hann væri samkynhneigður. Hann lék þá í efstu deild í íshokkí og var fyrsti leikmaðurinn í sögu hennar sem kom út úr skápnum. Puhakka var hættur að spila en var enn í sviðsljósinu. Hann var meðal annars þátttakandi í raunveruleikaþættinum Petolliset (finnsk útgáfa af the Traitors) og var kominn í úrslit hans. Þátturinn átti að vera á dagskrá á fimmtudaginn en sýningu hans hefur verið frestað vegna fráfalls Puhakkas. Íshokkí Finnland Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira
Puhakka var í sambandi með Rolf Nordmo, 66 ára norskum dýralækni. Hann hefur viðurkennt að myrt Puhakka. Ástæðan fyrir morðinu er talin vera sambandsslit þeirra. Samkvæmt rannsóknarlögreglumanninum Matti Högman skaut Nordmo Puhakka til bana með haglabyssu sem hann hafði fengið að gjöf. Puhakka flutti út af heimili þeirra í Espoo eftir sambandsslitin en kom þangað aftur á sunnudaginn til að ganga frá praktískum málum. Vinkona Puhakkas hafði samband við lögregluna á sunnudagskvöldið. Hún hafði ekki náð í Puhakka og hafði áhyggjur af honum. Þegar lögreglan kom á staðinn var Nordmo handtekinn. Hann kom sjálfviljugur út úr íbúðinni. Hann var svo yfirheyrður í gær. Málið var fyrst rannsakað sem manndráp en svo sem morð. Samkvæmt talsmanni lögreglunnar var verknaðurinn framinn af yfirlögðu ráði og var sérstaklega ofbeldisfullur. Árið 2019 greindi Puhakka frá því að hann væri samkynhneigður. Hann lék þá í efstu deild í íshokkí og var fyrsti leikmaðurinn í sögu hennar sem kom út úr skápnum. Puhakka var hættur að spila en var enn í sviðsljósinu. Hann var meðal annars þátttakandi í raunveruleikaþættinum Petolliset (finnsk útgáfa af the Traitors) og var kominn í úrslit hans. Þátturinn átti að vera á dagskrá á fimmtudaginn en sýningu hans hefur verið frestað vegna fráfalls Puhakkas.
Íshokkí Finnland Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Í beinni: Chelsea - Legia | Chelsea-menn í kjörstöðu Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Sjá meira