Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 10:41 Justin Trudeau og Narendra Modi, forsætisráðherrar Kanada og Indlands á fundi G20 ríkjanna í Indlandi í fyrra. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. „Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til. Kanada Indland Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
„Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til.
Kanada Indland Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent