Stefnir á endurkomu á næstu vikum: „Mæti með tvö glæný hné“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 08:32 Kristófer var gestur í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og gerði það í raun því ég hafði svo mikinn tíma,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox sem var gestur í Bónus Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik