Dagur bað kennara afsökunar titrandi röddu Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2024 16:19 Það bókstaflega sauð á kennurum þegar þeir mættu í Ráðhúsið í dag. Vísir/Vilhelm Kennarafélag Reykjavíkur boðaði til samstöðumótmæla fyrr í dag og safnaðist mikill fjöldi kennara saman fyrir utan Ráðhúsið klukkan fjórtán. Orð Einars Þorsteinssonar borgarstjóra þess efnis að viðsemjendur vilji semja sig frá kennslu sitja í kennurum en Dagur B. Eggertsson forseti borgarstjórnar tók á móti hópnum og tókst að slá á reiðina með einlægri afsökunarbeiðni. Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður fór ásamt fréttateymi Stöðvar 2 til að fylgjast með og henni var beinlínis brugðið þegar hún áttaði sig á því hversu reiðir kennarar voru. Það sauð á þeim. Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur hélt ræðu fyrir utan Ráðhúsið og var hópnum við svo búið boðið inn. Mikill fjöldi kennara fyllti mötuneyti Ráðhússins og gott betur. Þar hélt Dagur ræðu þar sem að hann baðst afsökunar fyrir hönd borgarstjórnar og borgarinnar almennt. Stemmninguna í ráðhúsinu má sjá í myndskeiðinu að neðan. Einar kveikir í púðurtunnu Eins og áður hefur komið fram voru það orð Einars sem einkum tendruðu í þessari púðurtunnu en þau lét hann falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku: „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar þá. Hann sagði síðar að honum þætti leitt hvernig kennarar túlkuðu ummæli hans. Einar sjálfur er staddur á ráðstefnu erlendis. Það féll því í hlut Dags að taka á móti sárreiðum kennurum og taka við ályktun frá sambandinu. Að sögn Margrétar Helgu mátti glögglega merkja á fólkinu að því var misboðið; mikil reiði var í hópnum og því fannst það vera vanvirt. Og þetta má líka glögglega sjá á áletrunum á þeim skiltum sem kennarar báru hátt á loft. Þar er meðal annars talað um myglu í skólum og Einar er hvattur til að koma bara og kenna. Vilja að kennurum sé sýnd virðing Kristín sagði í samtali við Margréti Helgu orð Einars hafa vakið reiði meðal kennara, vægast sagt. „Við erum meira en til í samtal,“ sagði Kristín með vísan til eftir á skýringa Einars. „En okkur fannst í raun það sem hann skrifaði og sendi frá sér ekki svara þeim væntingum sem við höfðum.“ Kristín sagði það hafa farið fyrir brjóstið á kennurum orð Einars um að kennarar væru að semja um minni viðveru með börnunum. „Kennarar vilja koma á framfæri að þetta væri alrangt. Kennarar mennta sig til að vera með börnum. Einar talar líka um veikindi, sem má vel vera en kennarar vilja benda á að starfinu fylgir mikið andlegt álag og áreiti. Við erum með mjög mörg verkefni og höfum rætt það í mörg ár að þeim fer fjölgandi. Mjög hratt. Álagið eykst og það þarf að skoða margt í okkar starfsumhverfi. Það er ekki ábyrgt að tala um þessi mál eins og Einar gerir. Svo vilja kennarar benda á að skólahúsnæði er margt mjög skemmt af rakaskemmdum; húsnæðið sem við störfum í er á ábyrgð borgarstjórnar.“ En hvað þarf til? „Það hafa margir kennarar komið að máli við mig og segja skorta á iðrun og auðmýkt. Margir kennarar hafa skrifað um þetta og kennarastarfið. Við kennum að allir geti gert mistök og þá sýnir viðkomandi iðrun og það er það sem kennarar vilja. við viljum líka að þeir sem ráða og stýra sýni okkur virðingu. Þessi vanvirðing snerti okkur illa. Svona tal gefur öðrum leyfi til að tala til okkar af vanvirðingu og okkur finnst vanta uppá það.“ Kristín sagði tilgang fundarins þann að tala saman og fá ráðafólk til að bregðast við. Að borgaryfirvöldum finnist þetta leitt. Og það var nákvæmlega það sem gerðist því það sem gerðist næst var að Dagur steig á stól og hélt ræðu þar sem hann bað kennara afsökunar fyrir hönd borgarstjórnar og borgarinnar almennt. Hann þakkaði þeim þeirra mikilvægu störf. Dagur náði að lempa reiðina sem kraumaði meðal kennara Heitt var í Ráðhúsinu, allir í úlpum og svo kom að því að Dagur steig upp á stól og bað kennara afsökunar, fyrir hönd borgarstjórnar. Að sögn Margrétar Helgu tókst honum að ná eyrum viðstaddra og lempa bræðina. „Já, það verður að segjast. Það var klappað fyrir honum. Hann var þeirra maður.“ Dagur biður kennara afsökunar og Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvort hún á að taka mark á því eða ekki.vísir/vilhelm „Kæru kennarar. Ég vil byrja á að biðja ykkur afsökunar. Afsökunar á því, ég veit að þið eigið erindi við Einar. Ég er hér í afleysingum. Ég veit að hann hefði viljað vera hér að tala við ykkur,“ sagði Dagur. Hann viðurkenndi að hann væri óöruggur. Honum var þá tjáð að fundurinn væri sprottinn úr grasrótinni. Svívirðileg móðgun væri við kennara að þeir vildu semja sig frá samverustundum frá börnum sem þeir hafi menntað sig til að sinna. „Ég vona að við höldum áfram að tala saman og sækja fram,“ sagði Dagur og var þá klappað. Kannski má segja að heppilegt hafi verið að Einar hafi verið löglega afsakaður. Því það sauð á kennurum og aldrei að vita hvað hefði gerst ef hann hefði þurft að mæta þeim í þessum ham. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Tengdar fréttir Kennarar gengu út og mótmæla orðum borgarstjóra Fjölmargir kennarar í Reykjavík komu saman til mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 til að láta í ljós óánægju sína vegna ummæla Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. 15. október 2024 14:44 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður fór ásamt fréttateymi Stöðvar 2 til að fylgjast með og henni var beinlínis brugðið þegar hún áttaði sig á því hversu reiðir kennarar voru. Það sauð á þeim. Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur hélt ræðu fyrir utan Ráðhúsið og var hópnum við svo búið boðið inn. Mikill fjöldi kennara fyllti mötuneyti Ráðhússins og gott betur. Þar hélt Dagur ræðu þar sem að hann baðst afsökunar fyrir hönd borgarstjórnar og borgarinnar almennt. Stemmninguna í ráðhúsinu má sjá í myndskeiðinu að neðan. Einar kveikir í púðurtunnu Eins og áður hefur komið fram voru það orð Einars sem einkum tendruðu í þessari púðurtunnu en þau lét hann falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku: „Mér finnst einhvern veginn öll tölfræði, til dæmis bara um skólana okkar, benda til þess að við séum að gera eitthvað algerlega vitlaust. Að kennararnir séu að biðja um það að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr. Kenna minna og með fleiri undirbúningstíma,“ sagði Einar þá. Hann sagði síðar að honum þætti leitt hvernig kennarar túlkuðu ummæli hans. Einar sjálfur er staddur á ráðstefnu erlendis. Það féll því í hlut Dags að taka á móti sárreiðum kennurum og taka við ályktun frá sambandinu. Að sögn Margrétar Helgu mátti glögglega merkja á fólkinu að því var misboðið; mikil reiði var í hópnum og því fannst það vera vanvirt. Og þetta má líka glögglega sjá á áletrunum á þeim skiltum sem kennarar báru hátt á loft. Þar er meðal annars talað um myglu í skólum og Einar er hvattur til að koma bara og kenna. Vilja að kennurum sé sýnd virðing Kristín sagði í samtali við Margréti Helgu orð Einars hafa vakið reiði meðal kennara, vægast sagt. „Við erum meira en til í samtal,“ sagði Kristín með vísan til eftir á skýringa Einars. „En okkur fannst í raun það sem hann skrifaði og sendi frá sér ekki svara þeim væntingum sem við höfðum.“ Kristín sagði það hafa farið fyrir brjóstið á kennurum orð Einars um að kennarar væru að semja um minni viðveru með börnunum. „Kennarar vilja koma á framfæri að þetta væri alrangt. Kennarar mennta sig til að vera með börnum. Einar talar líka um veikindi, sem má vel vera en kennarar vilja benda á að starfinu fylgir mikið andlegt álag og áreiti. Við erum með mjög mörg verkefni og höfum rætt það í mörg ár að þeim fer fjölgandi. Mjög hratt. Álagið eykst og það þarf að skoða margt í okkar starfsumhverfi. Það er ekki ábyrgt að tala um þessi mál eins og Einar gerir. Svo vilja kennarar benda á að skólahúsnæði er margt mjög skemmt af rakaskemmdum; húsnæðið sem við störfum í er á ábyrgð borgarstjórnar.“ En hvað þarf til? „Það hafa margir kennarar komið að máli við mig og segja skorta á iðrun og auðmýkt. Margir kennarar hafa skrifað um þetta og kennarastarfið. Við kennum að allir geti gert mistök og þá sýnir viðkomandi iðrun og það er það sem kennarar vilja. við viljum líka að þeir sem ráða og stýra sýni okkur virðingu. Þessi vanvirðing snerti okkur illa. Svona tal gefur öðrum leyfi til að tala til okkar af vanvirðingu og okkur finnst vanta uppá það.“ Kristín sagði tilgang fundarins þann að tala saman og fá ráðafólk til að bregðast við. Að borgaryfirvöldum finnist þetta leitt. Og það var nákvæmlega það sem gerðist því það sem gerðist næst var að Dagur steig á stól og hélt ræðu þar sem hann bað kennara afsökunar fyrir hönd borgarstjórnar og borgarinnar almennt. Hann þakkaði þeim þeirra mikilvægu störf. Dagur náði að lempa reiðina sem kraumaði meðal kennara Heitt var í Ráðhúsinu, allir í úlpum og svo kom að því að Dagur steig upp á stól og bað kennara afsökunar, fyrir hönd borgarstjórnar. Að sögn Margrétar Helgu tókst honum að ná eyrum viðstaddra og lempa bræðina. „Já, það verður að segjast. Það var klappað fyrir honum. Hann var þeirra maður.“ Dagur biður kennara afsökunar og Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur veltir því fyrir sér hvort hún á að taka mark á því eða ekki.vísir/vilhelm „Kæru kennarar. Ég vil byrja á að biðja ykkur afsökunar. Afsökunar á því, ég veit að þið eigið erindi við Einar. Ég er hér í afleysingum. Ég veit að hann hefði viljað vera hér að tala við ykkur,“ sagði Dagur. Hann viðurkenndi að hann væri óöruggur. Honum var þá tjáð að fundurinn væri sprottinn úr grasrótinni. Svívirðileg móðgun væri við kennara að þeir vildu semja sig frá samverustundum frá börnum sem þeir hafi menntað sig til að sinna. „Ég vona að við höldum áfram að tala saman og sækja fram,“ sagði Dagur og var þá klappað. Kannski má segja að heppilegt hafi verið að Einar hafi verið löglega afsakaður. Því það sauð á kennurum og aldrei að vita hvað hefði gerst ef hann hefði þurft að mæta þeim í þessum ham.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skóla- og menntamál Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Tengdar fréttir Kennarar gengu út og mótmæla orðum borgarstjóra Fjölmargir kennarar í Reykjavík komu saman til mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 til að láta í ljós óánægju sína vegna ummæla Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. 15. október 2024 14:44 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Sjá meira
Kennarar gengu út og mótmæla orðum borgarstjóra Fjölmargir kennarar í Reykjavík komu saman til mótmæla við Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14 til að láta í ljós óánægju sína vegna ummæla Einars Þorsteinssonar borgarstjóra. 15. október 2024 14:44