Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 76-77 | Magnaður sigur nýliðanna í nýju höllinni Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. október 2024 18:31 Njarðvíkingar urðu að sætta sig við tap í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík mætti Tindastól í þriðju umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld þegar lið Njarðvíkur spilaði sinn fyrsta leik í nýju húsi, IceMar-höllinni. Tindastóll tók sterkan sigur á útivelli 76-77. Leikurinn fór heldur hægt af stað þar sem við fengum ekki fyrstu stigin á töfluna fyrr en eftir rúmlega mínútu spilaða og var það Bo Guttormsdóttir-Frost sem setti fyrstu stig leiksins fyrir Njarðvík. Það var hart barist um alla bolta og varnir beggja liða voru að skila flottu hlutverki. Tindastóll komst yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Njarðvík náði aftur tökum á leiknum en Tindastóll náði að jafna fyrir lok leikhlutans 22-22. Annar leikhluti byrjaði ekkert ósvipað þeim fyrsta þar sem fyrstu stigin létu aðeins bíða eftir sér. Brittany Dinkins kom Njarðvík á bragðið áður en Randi Keonsha Brown svaraði fyrir Tindastól. Njarðvík átti í örlitlum vandræðum með sóknarleikinn og létu aðeins grípa sig í tæknifeilum framan af. Randi Keonsha Brown var þeim einnig erfið en hún var með 19 stig í fyrri hálfleik og Tindastóll fór með fjögurra stiga forystu í hálfleikinn 37-41. Randi Keonsha Brown setti fyrstu stig seinni hálfleiks fyrir Tindastól og kom leiknum í sex stiga leik. Það var ekki mikið sem virtist vera að ganga upp fyrir Njarðvík en svo allt í einu small eitthvað. Njarðvík náðu að læsa vörninni hjá sér og héldu Tindastól stiga lausum í dágóðan tíma og sóknarleikur Njarðvíkur fór að smella. Njarðvík náðu að skora tólf stig í röð og snúa leiknum sér í hag. Tindastóll náði þó áttum og undir lok leikhlutans og jöfnuðu leikinn með flautu körfu þegar þriðji leikhlutinn kláraðist 56-56. Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta á því að setja nokkur stór skot og komust mest í níu stiga forskot gegn Tindastól og það virtist vera sem það væri fátt sem gæti komið í veg fyrir góðan sigur Njarðvíkur. Tindastóll gafst hins vegar ekki upp og byrjaði hægt og rólega að vinna sig til baka inn í leikinn. Randi Keonsha Brown setti niður tvo þrista sem kveikti undir endurkomu Tindastóls sem náði á endanum að snúa leiknum sér í vil og vinna eins stigs sigur 76-77. Atvik leiksins Ena Viso fékk kjörið tækifæri til þess að gera út um leikinn fyrir Njarðvík undir lok leiks þegar hún fær sendingu fram völlinn og á bara eftir að snúa til að að hlaupa á galopna körfu en ákveður þess í stað að snúa og hægja á sókninni fyrir Njarðvík sem rennur svo út í sandinn. Hrikalega dýrt fyrir Njarðvík. Stjörnur og skúrkar Ekki annað hægt en að nefna Randi Keonsha Brown hérna. Njarðvík réðu ekkert við hana þegar hún komst í gírinn. Skoraði 32 stig og setti stór skot fyrir Tindastól. Hjá Njarðvík var Sara Björk Logadóttir sem heillaði mig mest. Var að skora góðar körfur þegar Njarðvík þurfti hvað mest á því að halda. Skoraði 17 stig og var eins og áður segir bara virkilega öflug í liði Njarðvíkur þó svo að Brittany Dinkins hafi verið stigahæst með 21 stig. Dómarinn Fannst stundum detta inn dómar sem ég skildi ekki alveg en það segir kannski ekki mikið. Heilt yfir var þetta bara flott frammistaða hjá þeim og enginn dómur sem situr eitthvað eftir svo það er alltaf kostur. Stemningin og umgjörð Það var vel mætt í IceMar-höllina sem er alltaf ánægjulegt að sjá. Hefði viljað fá meiri hávaða frá stúkunni en það er eins og það er. Umgjörðin í Njarðvík er búin að stíga upp á annað plan eftir að flutt var í nýja höll. Allt til alls hérna. „Mætum ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik og það er blóðugt“ „Þetta var virkilega svekkandi. Við áttum fína spretti í seinni hálfleik og vorum búnar að koma okkur í ágætis stöðu til þess að klára þetta en kredit á Tindastól, þær hættu aldrei og settu stór „play“ í restina.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við náttúrulega mætum ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik og það er blóðugt. Við töluðum um það að vera á háu tempói og það var alls ekki tilfellið í fyrri hálfleik. Við vorum „soft“ og vorum hægar upp völlinn. Við stöggluðum bara á báðum endum vallarins. Það var dýrt en við komum til baka og komum okkur í sex eða sjö stiga forystu en gerum bara dýr mistök.“ Ena Viso fékk kjörið tækifæri til þess að tryggja Njarðvík sigur undir restina á leiknum þegar hún getur keyrt á opna körfu en ákveður að snúa og hægja á leiknum og sóknin rennur út í sandinn. „Við getum alveg týnt inn fullt af hlutum og þetta er alveg góður punktur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá okkur ráðast á körfuna þarna og fá sniðskot. Það var klárlega tækifæri en hún hefur bara haldið það að þær væru komnar til baka en það er bara fullt af litlum atriðum sem við fórum illa með í lokin. Súrt tap og frábær karakter í Tindastólsliðinu.“ Emilie Hesseldal og Ena Viso hafa verið minna áberandi sóknarlega í ár heldur en við höfum séð þær áður. „Ég horfi fyrst á varnarleikinn. Mér finnst það hafa verið vandamálið okkar frekar heldur en sóknarleikurinn. Ég er ekki ánægður með hann [sóknarleikinn] heilt yfir en hvort sem það er Keflavíkur leikurinn eða leikurinn í dag þá þurfum við að setja tóninn í varnarleik og það er ekki búið að vera nógu gott. Við höfum þurft að hörfa í einhverjar svæðisvarnir til þess að kveikja á okkur og það er heldur ekki gott. Við viljum leggja upp með að spila maður á mann varnarleik í grunninn og þurfum að vera öflugri þar. Við þurfum meiri einbeitingu á gólfið. Við erum að gera ótrúlega mikið af mistökum sem er bara skortur á einbeitingu.“ Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Tindastóll
Njarðvík mætti Tindastól í þriðju umferð Bónus-deildar kvenna í kvöld þegar lið Njarðvíkur spilaði sinn fyrsta leik í nýju húsi, IceMar-höllinni. Tindastóll tók sterkan sigur á útivelli 76-77. Leikurinn fór heldur hægt af stað þar sem við fengum ekki fyrstu stigin á töfluna fyrr en eftir rúmlega mínútu spilaða og var það Bo Guttormsdóttir-Frost sem setti fyrstu stig leiksins fyrir Njarðvík. Það var hart barist um alla bolta og varnir beggja liða voru að skila flottu hlutverki. Tindastóll komst yfir þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta. Njarðvík náði aftur tökum á leiknum en Tindastóll náði að jafna fyrir lok leikhlutans 22-22. Annar leikhluti byrjaði ekkert ósvipað þeim fyrsta þar sem fyrstu stigin létu aðeins bíða eftir sér. Brittany Dinkins kom Njarðvík á bragðið áður en Randi Keonsha Brown svaraði fyrir Tindastól. Njarðvík átti í örlitlum vandræðum með sóknarleikinn og létu aðeins grípa sig í tæknifeilum framan af. Randi Keonsha Brown var þeim einnig erfið en hún var með 19 stig í fyrri hálfleik og Tindastóll fór með fjögurra stiga forystu í hálfleikinn 37-41. Randi Keonsha Brown setti fyrstu stig seinni hálfleiks fyrir Tindastól og kom leiknum í sex stiga leik. Það var ekki mikið sem virtist vera að ganga upp fyrir Njarðvík en svo allt í einu small eitthvað. Njarðvík náðu að læsa vörninni hjá sér og héldu Tindastól stiga lausum í dágóðan tíma og sóknarleikur Njarðvíkur fór að smella. Njarðvík náðu að skora tólf stig í röð og snúa leiknum sér í hag. Tindastóll náði þó áttum og undir lok leikhlutans og jöfnuðu leikinn með flautu körfu þegar þriðji leikhlutinn kláraðist 56-56. Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta á því að setja nokkur stór skot og komust mest í níu stiga forskot gegn Tindastól og það virtist vera sem það væri fátt sem gæti komið í veg fyrir góðan sigur Njarðvíkur. Tindastóll gafst hins vegar ekki upp og byrjaði hægt og rólega að vinna sig til baka inn í leikinn. Randi Keonsha Brown setti niður tvo þrista sem kveikti undir endurkomu Tindastóls sem náði á endanum að snúa leiknum sér í vil og vinna eins stigs sigur 76-77. Atvik leiksins Ena Viso fékk kjörið tækifæri til þess að gera út um leikinn fyrir Njarðvík undir lok leiks þegar hún fær sendingu fram völlinn og á bara eftir að snúa til að að hlaupa á galopna körfu en ákveður þess í stað að snúa og hægja á sókninni fyrir Njarðvík sem rennur svo út í sandinn. Hrikalega dýrt fyrir Njarðvík. Stjörnur og skúrkar Ekki annað hægt en að nefna Randi Keonsha Brown hérna. Njarðvík réðu ekkert við hana þegar hún komst í gírinn. Skoraði 32 stig og setti stór skot fyrir Tindastól. Hjá Njarðvík var Sara Björk Logadóttir sem heillaði mig mest. Var að skora góðar körfur þegar Njarðvík þurfti hvað mest á því að halda. Skoraði 17 stig og var eins og áður segir bara virkilega öflug í liði Njarðvíkur þó svo að Brittany Dinkins hafi verið stigahæst með 21 stig. Dómarinn Fannst stundum detta inn dómar sem ég skildi ekki alveg en það segir kannski ekki mikið. Heilt yfir var þetta bara flott frammistaða hjá þeim og enginn dómur sem situr eitthvað eftir svo það er alltaf kostur. Stemningin og umgjörð Það var vel mætt í IceMar-höllina sem er alltaf ánægjulegt að sjá. Hefði viljað fá meiri hávaða frá stúkunni en það er eins og það er. Umgjörðin í Njarðvík er búin að stíga upp á annað plan eftir að flutt var í nýja höll. Allt til alls hérna. „Mætum ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik og það er blóðugt“ „Þetta var virkilega svekkandi. Við áttum fína spretti í seinni hálfleik og vorum búnar að koma okkur í ágætis stöðu til þess að klára þetta en kredit á Tindastól, þær hættu aldrei og settu stór „play“ í restina.“ Sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld. „Við náttúrulega mætum ekki til leiks fyrr en í seinni hálfleik og það er blóðugt. Við töluðum um það að vera á háu tempói og það var alls ekki tilfellið í fyrri hálfleik. Við vorum „soft“ og vorum hægar upp völlinn. Við stöggluðum bara á báðum endum vallarins. Það var dýrt en við komum til baka og komum okkur í sex eða sjö stiga forystu en gerum bara dýr mistök.“ Ena Viso fékk kjörið tækifæri til þess að tryggja Njarðvík sigur undir restina á leiknum þegar hún getur keyrt á opna körfu en ákveður að snúa og hægja á leiknum og sóknin rennur út í sandinn. „Við getum alveg týnt inn fullt af hlutum og þetta er alveg góður punktur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá okkur ráðast á körfuna þarna og fá sniðskot. Það var klárlega tækifæri en hún hefur bara haldið það að þær væru komnar til baka en það er bara fullt af litlum atriðum sem við fórum illa með í lokin. Súrt tap og frábær karakter í Tindastólsliðinu.“ Emilie Hesseldal og Ena Viso hafa verið minna áberandi sóknarlega í ár heldur en við höfum séð þær áður. „Ég horfi fyrst á varnarleikinn. Mér finnst það hafa verið vandamálið okkar frekar heldur en sóknarleikurinn. Ég er ekki ánægður með hann [sóknarleikinn] heilt yfir en hvort sem það er Keflavíkur leikurinn eða leikurinn í dag þá þurfum við að setja tóninn í varnarleik og það er ekki búið að vera nógu gott. Við höfum þurft að hörfa í einhverjar svæðisvarnir til þess að kveikja á okkur og það er heldur ekki gott. Við viljum leggja upp með að spila maður á mann varnarleik í grunninn og þurfum að vera öflugri þar. Við þurfum meiri einbeitingu á gólfið. Við erum að gera ótrúlega mikið af mistökum sem er bara skortur á einbeitingu.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti