Sjá mikil batamerki eftir háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2024 19:01 Regína Sverrisdóttir kennari og Lilja Gréta Norðdahl kennari og leikskólakennari. Þær hafa glímt við erfið veikindi síðustu ár en segjast hafa fundið bata eftir háþrýstimeðferð. Vísir/aðsend Konur sem voru orðnar vondaufar um að ná nokkrum bata eftir erfið veikindi segja að meðferð í háþrýstiklefa hafi gefið þeim nýja von. Þær geti nú í fyrsta skipti í langan tíma sinnt fjölskyldu sinni og tekið þátt í lífinu. Þó meðferðin sé ekkert kraftaverk sé ótrúlegt að finna breytingarnar eftir hana. Regína Sverrisdóttir er tveggja barna móðir og starfaði sem kennari þegar hún fékk Covid í febrúar árið 2022 og missti heilsuna. „Það bætast stöðugt við einkenni eftir Covid þangað til líkaminn hrynur í september þetta ár. Þá hef ég lítið sem ekkert getað unnið síðustu ár. Ég var mjög virk móðir og við fjölskyldan stunduðum saman alls konar sport. Núna er ég búin að skipta út fjallahjólinu mínu fyrir sturtustól og skíðunum mínum fyrir göngugrind. Það sem mér finnst erfiðast er að geta ekki verið móðirin sem ég vil vera,“ segir Regína. Regína Sverrisdóttir var fór reglulega á skíði með fjölskyldu sinni áður en hún veiktist.Vísir Lilja Gréta Norðdahl er móðir og kennari sem greinist fyrir nokkrum árum með fjölþættan taugavanda þar á meðal POTS.Sjúkdómarnir hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Hún hefur þurft að hætta að vinna og átt erfitt með að sinna fjölskyldu sinni. „Fjölskyldulíf og atvinnu var algjörlega snúið á hvolf þegar ég fékk hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Maður upplifir sig sem ekki vera part af samfélaginu. Mig langar ekki lengur að hafa hjólastólinn heima eða baðstólinn, mig langar í eðlilegra líf,“ segir Lilja. Bati eftir háþrýstimeðferð Þær eru búnar að reyna margt til að ná aftur heilsu en heyrðu af háþrýstiklefanum á Landspítalanum fyrir nokkru síðan en í fréttum hefur komið fram að hann hefur reynst mörgum vel. „Ég er búin að fara í tuttugu skipti í klefann og finn strax að það er miklu léttara yfir mér. Ég er ekki heilbrigð og kemst á vinnumarkað en það hefur margt breyst til hins betra. Þessi meðferð er það besta sem ég hef prófað hingað til. Mér hefur tekist að minnka við mig lyf og slæm bólga sem ég var að stríða við hefur lagast. Þá hef ég ekki þurft að fara í vökvagjöf út af Pots sjúkdómnum síðan 5. september en þurfti fyrir meðferðina að fara tvisvar í viku,“ segir Lilja. Meðan þetta endist ætla ég að njóta Þær segja að sjúkdómarnir hafi valdið mikilli heilaþoku en hún hafi skánað mikið. „Ég er búin að fara í tíu skipti í klefann og finn þegar mun. Það sem er gleðilegast er að ég hef úthald að eiga samræður við börnin mín en fyrir meðferðina átti ég erfitt með öll samskipti og lá stærsta hluta sólarhringsins upp í rúmi. Ég vaknaði um daginn í fyrsta skipti í tvö ár með tilfinninguna að ég væri úthvíld það var ótrúlega góð tilfinning,“ segir Regína. Lilja Gréta Norðdahl ásamt börnunum sínum en hún hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár. Háþrýstimeðferð hefur hins vegar gefið henni nýja von.Vísir/aðsend Þær segja að meðferðin geti dugað frá einu ári upp í fjögur ár en þær eigi langt bataferli fyrir höndum. „Þetta er ekki kraftaverk og maður veit ekki hvað þetta endist en meðan þetta endist ætla ég bara að njóta,“ segir Lilja að lokum. Heilsa Landspítalinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Regína Sverrisdóttir er tveggja barna móðir og starfaði sem kennari þegar hún fékk Covid í febrúar árið 2022 og missti heilsuna. „Það bætast stöðugt við einkenni eftir Covid þangað til líkaminn hrynur í september þetta ár. Þá hef ég lítið sem ekkert getað unnið síðustu ár. Ég var mjög virk móðir og við fjölskyldan stunduðum saman alls konar sport. Núna er ég búin að skipta út fjallahjólinu mínu fyrir sturtustól og skíðunum mínum fyrir göngugrind. Það sem mér finnst erfiðast er að geta ekki verið móðirin sem ég vil vera,“ segir Regína. Regína Sverrisdóttir var fór reglulega á skíði með fjölskyldu sinni áður en hún veiktist.Vísir Lilja Gréta Norðdahl er móðir og kennari sem greinist fyrir nokkrum árum með fjölþættan taugavanda þar á meðal POTS.Sjúkdómarnir hafa haft afgerandi áhrif á líf hennar. Hún hefur þurft að hætta að vinna og átt erfitt með að sinna fjölskyldu sinni. „Fjölskyldulíf og atvinnu var algjörlega snúið á hvolf þegar ég fékk hvern sjúkdóminn á fætur öðrum. Maður upplifir sig sem ekki vera part af samfélaginu. Mig langar ekki lengur að hafa hjólastólinn heima eða baðstólinn, mig langar í eðlilegra líf,“ segir Lilja. Bati eftir háþrýstimeðferð Þær eru búnar að reyna margt til að ná aftur heilsu en heyrðu af háþrýstiklefanum á Landspítalanum fyrir nokkru síðan en í fréttum hefur komið fram að hann hefur reynst mörgum vel. „Ég er búin að fara í tuttugu skipti í klefann og finn strax að það er miklu léttara yfir mér. Ég er ekki heilbrigð og kemst á vinnumarkað en það hefur margt breyst til hins betra. Þessi meðferð er það besta sem ég hef prófað hingað til. Mér hefur tekist að minnka við mig lyf og slæm bólga sem ég var að stríða við hefur lagast. Þá hef ég ekki þurft að fara í vökvagjöf út af Pots sjúkdómnum síðan 5. september en þurfti fyrir meðferðina að fara tvisvar í viku,“ segir Lilja. Meðan þetta endist ætla ég að njóta Þær segja að sjúkdómarnir hafi valdið mikilli heilaþoku en hún hafi skánað mikið. „Ég er búin að fara í tíu skipti í klefann og finn þegar mun. Það sem er gleðilegast er að ég hef úthald að eiga samræður við börnin mín en fyrir meðferðina átti ég erfitt með öll samskipti og lá stærsta hluta sólarhringsins upp í rúmi. Ég vaknaði um daginn í fyrsta skipti í tvö ár með tilfinninguna að ég væri úthvíld það var ótrúlega góð tilfinning,“ segir Regína. Lilja Gréta Norðdahl ásamt börnunum sínum en hún hefur glímt við erfið veikindi síðustu ár. Háþrýstimeðferð hefur hins vegar gefið henni nýja von.Vísir/aðsend Þær segja að meðferðin geti dugað frá einu ári upp í fjögur ár en þær eigi langt bataferli fyrir höndum. „Þetta er ekki kraftaverk og maður veit ekki hvað þetta endist en meðan þetta endist ætla ég bara að njóta,“ segir Lilja að lokum.
Heilsa Landspítalinn Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira