Þorsteinn Leó: Ég sá að stúkan var hálf blá Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. október 2024 21:41 Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar. vísir/Anton Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Porto, bjóst ekki við að lið hans myndi missa dampinn eftir góðan fyrri hálfleik, en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik gegn Val. Valsmenn komu þó til baka og lauk leiknum með jafntefli, 27-27, og deildu liðin stigunum á milli sín í þessari annarri umferð Evrópudeildarinnar. Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“ Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira