Fyrirtækin greiða ekki virðisaukaskatt Friðrik Árnason skrifar 16. október 2024 07:32 Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar Skoðun Pólitísk loforð Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin Alma D. Möller skrifar Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er makalaust að heyra hvernig sumir stjórnmálamenn og nú síðast forseti ASÍ tala af fákunnáttu um ýmsa skatta og gjöld eins og t.d. virðisaukaskatt (VSK), sérstaklega þegar talað er um útflutningsgrein eins og ferðaþjónustu. Maður heyrir því fleygt fram að ferðaþjónustan sé á einhverjum afslætti, sérkjörum eða ívilnun þegar kemur að virðisaukaskatti þar sem hún er í neðra þrepi VSK en þá gleymist yfirleitt að ferðaþjónustan er útflutningsgrein líkt og sjávarútvegurinn sem stendur yfirhöfuð ekki skil á VSK, þetta er yfirleitt ekki nefnt í umræðunni. Hvernig virkar VSK? Virðisaukaskattur er neysluskattur sem leggst á verðmæti vöru eða þjónustu á hverju stigi framleiðslu og sölu. Þegar fyrirtæki selur vöru eða þjónustu innheimtir það VSK frá viðskiptavininum og sendir hann til ríkisins. Fyrirtæki geta þó dregið frá þann VSK sem þau hafa greitt þegar þau keyptu vörur eða þjónustu fyrir eigin rekstur – þetta kallast „innskattur“. Hver borgar þá VSK? Það er algengur misskilningur að fyrirtæki greiði VSK af vörum og þjónustu sem þau selja. Raunveruleikinn er sá að það eru neytendur sem bera kostnaðinn af virðisaukaskattinum, ekki fyrirtækin sjálf. Hlutverk fyrirtækja er að innheimta VSK fyrir hönd ríkisins og greiða hann áfram, en þau taka hann ekki beint úr eigin vasa. Þetta er mikilvægt að skilja þegar talað er um áhrif VSK á rekstur fyrirtækja og verðlagningu. Lægra VSK-þrep er ákvörðun stjórnvalda sem ætlað er að styðja ákveðnar atvinnugreinar eða þjónustu þar sem verðhækkanir af fullu VSK-þrepi myndu hafa of mikil neikvæð áhrif á eftirspurn. Þetta er því ekki afsláttur til ferðaþjónustunnar, heldur úrræði sem tryggir að þjónustan sé aðgengileg neytendum á samkeppnishæfu verði. Hægt er að bera þetta saman við aðrar greinar eins og matvöruverslun og ýmsa menningarstarfsemi sem einnig eru á lægra VSK-þrepi. Af hverju skiptir þetta máli? Þessi skilningur er sérstaklega mikilvægur þegar fólk er að ræða hækkanir á virðisaukaskatti eða afnám skatta á tilteknum vörum eða þjónustu. Þegar stjórnvöld lækka eða hækka VSK hefur það áhrif á endanlegt verð til neytenda, en fyrirtækin sjálf hafa oft litla möguleika á að hafa áhrif á þann þátt nema í gegnum verðlagningu. Þetta er líka ástæða þess að fyrirtæki bjóða stundum „VSK-frí“ afsláttartilboð – þau draga einungis virðisaukaskattinn af lokaverðinu, en greiða hann samt áfram til ríkisins. Í stuttu máli, fyrirtæki greiða ekki virðisaukaskatt í hefðbundnum skilningi – það eru neytendur sem bera byrðina. Fyrirtæki eru aðeins ábyrg fyrir innheimtu og skilum VSK fyrir hönd ríkisins, og það er mikilvægt að halda þessum mun á lofti þegar rætt er um skattkerfi og áhrif þess á fyrirtæki og neytendur. Þá er sérstaklega mikilvægt að stjórnmálamenn og forystumenn verkalýðsfélaga geri sér grein fyrir þessu þegar þeir ræða útflutningsgreinar eins og ferðaþjónustuna, sem er í harðri alþjóðlegri samkeppni um ferðamenn. Niðurstaða Að lokum vil ég hvetja forseta ASÍ, stjórnmálamenn og aðra sem hafa áhuga á að kynna sér skýrslu sem Samtök ferðaþjónustunnar létu gera um möguleg áhrif hækkunar á VSK á ferðaþjónustu hér á landi. Til að gera langa sögu stutta þá er niðurstaða þeirra skýrslu sú að möguleg hækkun myndi minnka veltu í ferðaþjónustu og veikja samkeppnisstöðu greinarinnar. Þá myndi það draga úr vergri landsframleiðslu og auka opinberar skatttekjur mun minna en sem nemur hækkun virðisaukaskatts-hlutfallsins. Þetta myndi lækka gengi og hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári. Er það raunverulega það sem við sem samfélag viljum? Það er mikilvægt að byggja umræðuna um ferðaþjónustuna á gögnum og staðreyndum. Höfundur er eigandi af Hótel Breiðdalsvík á Austurlandi og rekið hefur fyrirtæki í ferðaþjónustu á Íslandi sl. 33 ár.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið - plan Samfylkingarinnar eða sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins? Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun