Metsekt fyrir að mismuna gyðingum og banna þeim að fljúga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2024 08:15 Lufthansa samþykkti að greiða sektina en hefur ekki viðurkennt sök. epa/Toms Kalnins Bandaríska ríkið hefur sektað flugfélagið Lufthansa um fjórar milljónir dala fyrir að hafa bannað gyðingum að ganga um borð í vél félagsins árið 2022 þar sem sumir þeirra neituðu að bera sóttvarnagrímu. Yfirvöld segja að um mismunun hafi verið að ræða, þar sem öllum hópnum var bannað að fljúga jafnvel þótt um væri að ræða einstaklinga og hópa sem þekktust ekki. Um er að ræða metupphæð en aldrei áður hefur svo há sekt verið lögð á flugfélag fyrir að brjóta gegn réttindum fólks. Talsmenn Lufthansa segja fyrirtækið hafa samþykkt að greiða sektina til að forðast málaferli en neita að hafa mismunað gegn farþegunum. Segja þeir málið byggja á misskilningi þegar atvikið átti sér stað. Umræddir farþegar voru að fara frá New York til Búdapest í maí 2022 og klæddust allir klæðnaði strangtrúaðra gyðinga. Þeir áttu það annað sameiginlegt að hafa bókað ferðalög sín með sömu ferðaskrifstofum. Millilent var í Frankfurt, þar sem öryggisvörðum var gert viðvart að sumir farþegar hefðu neitað að fara eftir ábendingum áhafnarinnar um að bera sóttvarnagrímur og forðast það að safnast saman á göngum vélarinnar. Ákveðið var í framhaldinu að ógilda um hundrað miða en miðaeigendurnir áttu það sameiginlegt að vera gyðingar. Samkvæmt úrskurði yfirvalda voru fulltrúar Lufthansa meðvitaðir um að með því að refsa hópnum væru þeir að refsa einstaklingum sem hefðu ekkert gert af sér en þeir sögðu ekki praktískt að taka á hverju máli fyrir sig. Meirihluti farþeganna var bókaður í annað flug sama dag. Yfirvöld sögðu Lufthansa ekki hafa getað bent á einn einasta farþega og ákveðið brot sem viðkomandi hefði framið en talsmenn fyrirtækisins sögðu brotin hafa verið svo mörg og staðið yfir svo lengi að það hefði verið ómögulegt að tengja stöku farþega við stöku brot. BBC greindi frá. Fréttir af flugi Bandaríkin Mannréttindi Þýskaland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Yfirvöld segja að um mismunun hafi verið að ræða, þar sem öllum hópnum var bannað að fljúga jafnvel þótt um væri að ræða einstaklinga og hópa sem þekktust ekki. Um er að ræða metupphæð en aldrei áður hefur svo há sekt verið lögð á flugfélag fyrir að brjóta gegn réttindum fólks. Talsmenn Lufthansa segja fyrirtækið hafa samþykkt að greiða sektina til að forðast málaferli en neita að hafa mismunað gegn farþegunum. Segja þeir málið byggja á misskilningi þegar atvikið átti sér stað. Umræddir farþegar voru að fara frá New York til Búdapest í maí 2022 og klæddust allir klæðnaði strangtrúaðra gyðinga. Þeir áttu það annað sameiginlegt að hafa bókað ferðalög sín með sömu ferðaskrifstofum. Millilent var í Frankfurt, þar sem öryggisvörðum var gert viðvart að sumir farþegar hefðu neitað að fara eftir ábendingum áhafnarinnar um að bera sóttvarnagrímur og forðast það að safnast saman á göngum vélarinnar. Ákveðið var í framhaldinu að ógilda um hundrað miða en miðaeigendurnir áttu það sameiginlegt að vera gyðingar. Samkvæmt úrskurði yfirvalda voru fulltrúar Lufthansa meðvitaðir um að með því að refsa hópnum væru þeir að refsa einstaklingum sem hefðu ekkert gert af sér en þeir sögðu ekki praktískt að taka á hverju máli fyrir sig. Meirihluti farþeganna var bókaður í annað flug sama dag. Yfirvöld sögðu Lufthansa ekki hafa getað bent á einn einasta farþega og ákveðið brot sem viðkomandi hefði framið en talsmenn fyrirtækisins sögðu brotin hafa verið svo mörg og staðið yfir svo lengi að það hefði verið ómögulegt að tengja stöku farþega við stöku brot. BBC greindi frá.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mannréttindi Þýskaland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira