Tveimur leikjum umferðarinnar er þá lokið en Kano vann ÍA 2-0 í viðureign sem fór fram á mánudagskvöld og eins og staðan er núna trónir Dusty enn á toppnum með sín 14 stig.
Þór fylgir fast á eftir með 12 stig og leik til góða sem fer fram á fimmtudaginn þegar liðið mætir Veca sem er í þriðja sæti með 8 stig.
Umferðinni lýkur á fimmtudaginn 17. október með fyrrnefndum leik Veca og Þórs auk þess sem Saga og Ármann og Rafík og Venus takast þá á.
