Dropinn sem fyllti mælinn Melkorka Kjartansdóttir skrifar 16. október 2024 14:01 Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar