Mikill rígur hefur verið milli Englands og Þýskalands síðustu áratugi innan fótboltavallarins sem á rætur að rekja til baráttu þeirra á vígvellinum í báðum heimsstyrjöldum á síðustu öld. Tuchel verður fyrsti Þjóðverjinn til að stýra enska landsliðinu og skiptar skoðanir eru um það að Þjóðverji sinni æðsta starfinu innan ensks fótbolta.
Gary Martin, fyrrum leikmaður KR, Vals og ÍA á meðal annarra, er á meðal þeirra sem harmar ráðninguna og segist hann nú telja sig Íslending fremur en Englending.
„England með þýskan þjálfara er kornið sem fyllir mælinn. Ég er opinberlega orðinn Íslendingur, takk,“ segir Martin á X-síðu sinni.