Redda smokkar málunum? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 17. október 2024 08:02 Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Á Íslandi hefur fjöldi nýsmita kynsjúkdóma farið vaxandi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá landlækni fjölgaði t.d. nýsmitum lekanda og sárasótt á árunum 2022-2023, en fjöldi klamydíusýkinga stóð í stað. Í samfélagi þar sem kynfræðsla virðist ávallt vera tabú kemur það í raun ekki á óvart að þetta sé staðan. Ungt fólk kallar eftir aukinni kynfræðslu. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá en það er enn óljóst hver eigi að sjá um hana og heildstæð kennsluskrá vantar. Í almennri umræðu um kynfræðslu má greina ákveðinn ótta. Kynfræðslunni er settar allskonar skorður sem gerir það að verkum að ungt fólk fær oft ekki þá fræðslu sem þau þurfa! Mikilvægt er að fræða ungt fólk um kynheilbrigði með upplýsingum byggðum á faglegri og gagnreyndri þekkingu, og að teknu tilliti til aldurs og þroska hópsins. Ungt fólk í dag þarf að þekkja smitleiðir helstu kynsjúkdóma, hafa aðgang að öruggum getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, þau þurfa að læra á líkama sinn, geta virt mörk og gefið samþykki. Samhliða gríðarlega auknu aðgengi að klámi og kynferðislegu efni þarf ungt fólk einnig að hafa læsi á það klámefni sem það sér. Sama hvort þau sjá það vegna þess að þau leita það markvisst uppi eða sjá það óviljandi eða einhver annar sýni þeim það. Líkt og annað miðlalæsi þurfa þau að fá verkfæri í hendurnar til þess að geta metið hvað er raunverulegt og hvað ekki, fyrir hverja efnið er framleitt og af hverjum. Að auki er mikilvægt að byggja upp traust, svo börn og ungmenni leiti til okkar fullorðna fólksins, sjái þau kynferðislegt efni sem vekur hjá þeim spurningar. Auk þessa vill ungt fólk fræðast um sjálfróun, fullnægingar, snípinn, útferð, sexting, tíðarhringinn, heilbrigð og óheilbrigð samskipti, píku, typpi, hinseginleikann, virðingu, ofbeldi, endaþarminn, kynsjúkdóma og klám. Þau þurfa oft speglun varðandi líðan sína og hvort það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt. Heildstætt og gott námsefni fyrir kynfræðslu sem tryggir það að nemendur um allt land fái góða og fordómalausa kynfræðslu er lykilatriði, og til viðbótar við það viljum við að sjálfsögðu tryggja aðgengi ungs fólks að smokkum! Höfundur er kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga -viðburðarviku á vegum Kynís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynlíf Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks að smokkum er fagnaðarefni. Líkt og fram hefur komið í umræðunni er óásættanlegt að ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru. Smokkar eru eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Á Íslandi hefur fjöldi nýsmita kynsjúkdóma farið vaxandi síðustu ár. Samkvæmt tölum frá landlækni fjölgaði t.d. nýsmitum lekanda og sárasótt á árunum 2022-2023, en fjöldi klamydíusýkinga stóð í stað. Í samfélagi þar sem kynfræðsla virðist ávallt vera tabú kemur það í raun ekki á óvart að þetta sé staðan. Ungt fólk kallar eftir aukinni kynfræðslu. Kynfræðsla er hluti af aðalnámskrá en það er enn óljóst hver eigi að sjá um hana og heildstæð kennsluskrá vantar. Í almennri umræðu um kynfræðslu má greina ákveðinn ótta. Kynfræðslunni er settar allskonar skorður sem gerir það að verkum að ungt fólk fær oft ekki þá fræðslu sem þau þurfa! Mikilvægt er að fræða ungt fólk um kynheilbrigði með upplýsingum byggðum á faglegri og gagnreyndri þekkingu, og að teknu tilliti til aldurs og þroska hópsins. Ungt fólk í dag þarf að þekkja smitleiðir helstu kynsjúkdóma, hafa aðgang að öruggum getnaðar- og kynsjúkdómavörnum, þau þurfa að læra á líkama sinn, geta virt mörk og gefið samþykki. Samhliða gríðarlega auknu aðgengi að klámi og kynferðislegu efni þarf ungt fólk einnig að hafa læsi á það klámefni sem það sér. Sama hvort þau sjá það vegna þess að þau leita það markvisst uppi eða sjá það óviljandi eða einhver annar sýni þeim það. Líkt og annað miðlalæsi þurfa þau að fá verkfæri í hendurnar til þess að geta metið hvað er raunverulegt og hvað ekki, fyrir hverja efnið er framleitt og af hverjum. Að auki er mikilvægt að byggja upp traust, svo börn og ungmenni leiti til okkar fullorðna fólksins, sjái þau kynferðislegt efni sem vekur hjá þeim spurningar. Auk þessa vill ungt fólk fræðast um sjálfróun, fullnægingar, snípinn, útferð, sexting, tíðarhringinn, heilbrigð og óheilbrigð samskipti, píku, typpi, hinseginleikann, virðingu, ofbeldi, endaþarminn, kynsjúkdóma og klám. Þau þurfa oft speglun varðandi líðan sína og hvort það sem þau eru að upplifa sé eðlilegt. Heildstætt og gott námsefni fyrir kynfræðslu sem tryggir það að nemendur um allt land fái góða og fordómalausa kynfræðslu er lykilatriði, og til viðbótar við það viljum við að sjálfsögðu tryggja aðgengi ungs fólks að smokkum! Höfundur er kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands. Greinin er skrifuð í tilefni SexDaga -viðburðarviku á vegum Kynís.
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun