Erlent

Hundrað ára Carter búinn að kjósa

Jón Þór Stefánsson skrifar
Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna frá 1977 til 1981.
Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna frá 1977 til 1981. EPA

Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti sem varð hundrað ára á dögunum, er búinn að kjósa í bandarísku forsetakosningunum. Hann kaus með utankjörstaðaratkvæði, sem var lagt í pósthólf við dómshús í borginni Americus í Georgíuríki.

Þetta hefur New York Times eftir barnabarni forsetans fyrrverandi, Jason Carter. Tekið er fram að í Georgíuríki megi ættingjar skila atkvæðum fyrir hönd ástvina sinna séu útfyllt.

Þann 1. október síðastliðinn varð Carter hundrað ára gamall. Þá var hann búinn að vera í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Eiginkona hans Rosalynn Carter lést þann 19. nóvember 2023.

Carter var forseti Bandaríkjanna í eitt kjörtímabil, frá 1977 til 1981, en hann bauð sig fram fyrir Demókrataflokkinn og hafði kosningasigur gegn sitjandi forseta Gerald Ford.

New York Post hefur eftir ættingjum Carter að það hafi gert hann talsvert spenntari að kjósa Kamölu Harris í forsetakosningunum heldur en að verða aldargamall.


Tengdar fréttir

Grófu undan endur­kjöri Car­ters og spiluðu með líf fimm­tíu og tveggja gísla

Fyrir rúmum fjórum áratugum tóku Demókratar á vegum Repúblikanans Ronalds Reagans þátt í því að koma í veg fyrir endurkjör Jimmy Carter, þáverandi forseta, með því að spila með líf 52 bandarískra gísla í Íran. Maður sem heitir Ben Barnes viðurkenndi nýverið að hann hefði tekið þátt í þessu verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×