Rúv greinir frá því að Barna- og fjölskyldustofa hafi sent Úlf í leyfi.
Í fyrrnefndum Kveiksþætti var fjallað um mikið álag og þung mál sem hefur verið til umfjöllunar um nokkurt skeið. Meðal annars var vikið að aldursskiptingu skjólstæðinga og öryggis starfsmanna. Sagði Úlfur meðal annars að á síðustu fjórum mánuðum hefðu sjö starfsmenn orðið fyrir höfuðhöggi af hálfu skjólstæðinga.
Ekki liggur fyrir hvers vegna Úlfur hefur verið sendur í leyfi. Hann vildi ekki tjá sig við fréttastofu Rúv, en vísaði á Barna- og fjölskyldustofu, sem tjá sig ekki um einstök mál.