Dagur í grunnskóla Hulda María Magnúsdóttir skrifar 17. október 2024 15:33 Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Tengdar fréttir Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32 Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona.
Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun