Alba vann ASVEL frá Frakklandi á þriðjudaginn en mætti svo Fenerbahce frá Tyrklandi í kvöld og tapaði, 78-71.
Martin átti ein af tilþrifum leiksins, sem valin voru sem töfrastund leiksins, þegar hann gaf blindandi stoðsendingu út í hornið í þriðja leikhlutanum, þegar Alba Berlín minnkaði muninn í 50-44.
Martin Hermannsson adding a bit of spice with that dime 👀 #MotorolaMagicMoment I @Moto pic.twitter.com/nMKu95HiL3
— Turkish Airlines EuroLeague (@EuroLeague) October 17, 2024
Gestirnir frá Tyrklandi voru ellefu stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 58-47, og tókst mest að minnka muninn í sex stig, 64-58, þegar fjórar mínútur voru eftir.
Martin skoraði þrettán stig í leiknum í kvöld og var annar af stigahæstu leikmönnum Alba, og hann átti fimm stoðsendingar eða flestar í sínu liði.