Handbolti

Orri magnaður í frá­bærum sigri

Sindri Sverrisson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson var í stóru hlutverki hjá Sporting Lissabon í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson var í stóru hlutverki hjá Sporting Lissabon í kvöld. @SCPModalidades

Sproting Lissabon vann frækinn sigur gegn þýska liðinu Füchse Berlín í Portúgal í kvöld, í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Orri Freyr Þorkelsson átti stóran þátt í sigrinum en hann var annar af markahæstu mönnum Sporting með átta mörk, og þurfti aðeins níu tilraunir. Fimm af mörkum Orra komu af vítalínunni og nýtti hann öll vítin sín.

Sporting var 21-19 yfir í hálfleik en Füchse komst svo yfir snemma í seinni hálfleik, 25-23. Heimamenn náðu þó forystunni á nýjan leik en lokamínúturnar voru æsispenanndi. Það fór þó svo að Sporting skoraði tvö síðustu mörkin og tryggði sér sigur, og skoraði Martim Costa bæði mörkin.

Í París lét Haukur Þrastarson til sín taka með Dinamo Búkarest og skoraði fimm mörk, í 35-32 tapi gegn PSG. Haukur og félagar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 19-16, en gáfu eftir í seinni hálfleiknum.

Sporting hefur unnið fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum í A-riðli Meistaradeildarinnar og gert eitt jafntefli, og er þar efst með níu stig, stigi fyrir ofan Veszprém og PSG.

Dinamo Búkarest er með sex stig í 5. sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×