Körfubolti

Myndir: Allt brjálað í Smáranum eftir höggið frá Kane

Sindri Sverrisson skrifar
Allt róaðist á endanum þó að útlit væri fyrir annað um tíma.
Allt róaðist á endanum þó að útlit væri fyrir annað um tíma. vísir/Anton

Það munaði minnstu að allt syði upp úr í Smáranum í Kópavogi í kvöld, í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar frá Egilsstöðum í Bónus-deild karla í körfubolta.

Aðdragandi látanna er óljós, annar en sá að DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, var Hattarmegin á vellinum í upphitun og vatt sér að Courvoisier McCauley.

Einhver orðaskipti urðu áður en Kane sló í andlit McCauley. Leikmenn beggja liða þustu þá að og mikil læti urðu.

Lætin urðu þegar dómarar leiksins voru inni í búningsklefa, og leikmenn að hita sig upp fyrir seinni hálfleikinn. Dómararnir mættu svo fljótt út á völl og áttu sinn þátt í að koma ró á menn svo að seinni hálfleikur gæti hafist. Grindvíkingar voru 23 stigum yfir í hálfleik og unnu öruggan sigur, 113-84.

Salvador Guardia, aðstoðarþjálfari Hattar, var heitt í hamsi eftir að hafa séð hvað á gekk.vísir/Anton
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að DeAndre Kane kemur sér í vandræði á körfuboltavellinum.vísir/Anton
Courvoisier McCauley var sá sem fékk högg frá DeAndre Kane.vísir/Anton
Reynt var að stilla til friðar og það tókst á endanum.vísir/Anton
Sigmundur Már Herbertsson dómari ræddi við þjálfara liðanna en lætin urðu þegar dómararnir voru inni í klefa.vísir/Anton
DeAndre Kane virtist eiga upptökin að látunum.vísir/Anton
Salvador Guardia, aðstoðarþjálfari Hattar, var nóg boðið yfir því hvernig DeAndre Kane lét.vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×