Ljúffeng flensubanasúpa Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. október 2024 12:01 Linda Ben töfraði fram ljúffenga og matarmikla kjúklingasúpu með núðlum og sprettum. Nú þegar haustið er mætt í allri sinni dýrð, fer hið árlega kvef og kuldahrollur að láta á sér bera. Þá er fátt betra en að njóta matarmikillar og heitrar súpu til að fá hlýju í kroppinn. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi nýverið uppskrift að ljúffengri kjúklingasúpu sem er tilvalin á köldu haustkvöldi. „Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Uppskriftir Súpur Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
„Þessi kjúklinganúðlusúpa er ekki bara svakalega góð heldur eru kjúklingasúpur líka þekktar fyrir að virka sem algjörir flensubanar. Súpan inniheldur alveg helling af grænmeti sem er maukað og því hentug fyrir m.a. litla kroppa sem segjast oft ekki vilja borða grænmetið sitt. Núðlurnar gera þessa súpu einstaklega lystuga, matarmikla og góða. Súpan er svo borin fram með sprettum sem gefa henni ekki bara gott bragð og gerir hana fallega, heldur eru sprettur með því hollara sem maður borðar. Stútfull af vítamínum, steinefnum, trefjum og plöntunæringarefnum sem gera okkur gott,“ skrifar Linda. Flensubana kjúklingasúpa Hráefni: 3 kjúklingabringur 2 msk kókosolía (til að steikja upp úr, skipt í tvennt) 1 msk kjúklingakryddblanda 1 laukur 3 sellerístilkar 1 1/2 rauð paprika 5 gulrætur 2-3 cm engifer (fer eftir þykkt) 4 hvítlauksgeirar 1 líter vatn 400 ml kókosmjólk 1 msk kjúklingakraftur eða 2 teningar 1/2 tsk túrmerik 1 tsk paprikukrydd Salt & pipar 125 g eggjanúðluur Sprettur baunaspírur frá Vaxa Aðferð: Skerið kjúklingabringurnar í litla bita, kryddið vel með kjúklingakryddi og steikið í potti upp úr kókosolíu. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn þá takið hann upp úr pottinum. Skerið laukinn, selleríið, papriku og gulrætur í bita og steikið upp úr kókosolíu. Rífið engifer og hvítlauk út í pottinn og steikið. Bætið vatni og kókosmjólk út í pottinn, leyfið þessu að sjóða saman á vægum hita. Notið töfrasprota og maukið súpuna. Kryddið til með kjúklingakrafti, túrmerik, paprikukryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum aftur út í súpuna og setjið eggjanúðlurnar líka ofan í pottinn. Leyfið þessu að malla í 5 mín. Berið fram með sprettum. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Uppskriftir Súpur Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira