Vara ráðherra við hörmungum ef lykilhringrás í hafinu stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2024 16:16 Athafnir manna gætu hægt á eða jafnvel slökkt á veltihringrás Atlantshafsins sem flytur varma norður á bóginn. Gerðist það snarkólnaði loftslagið á norðarnverðri Evrópu á sama tíma og loftslagshlýnun héldi áfram annars staðar. Vísir/Getty Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eru á meðal þeirra sem vara norræna ráðherra við alvarlegri ógn við mikilvæga hringrás í Norður-Atlantshafi sem gæti haft hörmungar í för með sér fyrir Norðurlöndin. Fjórir íslenskir fræðimenn eru á meðal þeirra sem skrifa undir opið bréf þess efnis. Viðvörun 44 vísindamanna frá fimmtán löndum varðar veikingu og mögulegt hrun svokallaðrar veltihringrásar Atlantshafsins (AMOC). Hún flytur hlýjan sjó úr suðurhöfum norður á bóginn og gerir aðstæður við norðanvert Atlantshaf vistlegri en annars væri. Vaxandi vísbendingar eru um að hægt hafi á hringrásinni vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Nýlegar rannsóknir benda til þess að hættan á að veltihringrásin stöðvist hafi verið verulega vanmetin. Vísindamennirnir vara við því að veikist hringrásin frekar eða stöðvist alfarið hefði það hörmulegar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér, ekki bara fyrir íbúa Norðurlandanna heldur fyrir fleiri staði á jörðinni. Stefan Rahmstorf, þýskur hafeðlisfræðingur sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á áhrifum hlýnunar á hafstrauma, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, starfandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, bréfið á Hringborði norðurslóða í dag. Bréfið er stílað á norrænu ráðherranefndina. Nýti styrk Norðurlandanna til að þrýsta á um hertar aðgerðir Í bréfinu hvetja vísindamennirnir norrænu ráðherrana til þess að láta meta hættuna sem stafar að Norðurlöndunum vegna breytinga á hringrásinni og grípa til aðgerða til þess að draga úr áhætunni eins mikið og hægt sé. Norðurlöndin gætu nýtt sterka stöðu í alþjóðasamfélaginu til þess að þrýsta á um að heimsbyggðin dragi hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda sem sé eina þekkta leiðin til þess að koma í veg fyrir frekari veikingu AMOC. Þau Guðfinna Þ. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, Halldór Björnsson, loftlagsfræðingur við Veðurstofu Íslands, Áslaug Gerisdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólanna á Akureyri skrifa undir bréfið auk fjörutíu erlendra sérfræðinga. Einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, Michael Mann frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum, er á meðal annarra sem rita undir bréfið. Mann er þekktastur fyrir „hokkíkylfugrafið“ svonefnda sem sýndi svart á hvítu hvernig meðalhiti jarðar byrjaði að hækka hratt á 20. öld í samanburði við síðustu tvö þúsund árin. Kólnun norðurhvelsis og aukið ofsaveður Í fyrirlestri sem Rahmstorf hélt í Háskóla Íslands í gær kom fram að hafsvæðið sunnan og suðvestan við Ísland væri eini staðurinn á jörðinni sem hefði kólnað frá 19. öld. Svæðið hefur verið nefndur kuldapollurinn og er talið afleiðing þess að hægt hafi á veltihringrásinni. Þar sem veltihringrásin flytur varma úr suðri til norðurs myndi kólna á norðurhveli en hlýna á suðurhveli ef slökknaði á henni. Norðurhvelið sem heild gæti kólnað um eina til tvær gráður. Þá er þó ekki gert ráð fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Staðbundnu áhrifin yrðu þó meiri og ólík frá einum stað til annars. Við strendur Noregs gæti þannig verið allt að tuttugu gráðum kaldara en nú er og á Íslandi gæti vetrarhiti orðið allt að níu gráðum lægri. „Við fengjum líklega kólnun í Norður-Evrópu en hlýnun í Suður-Evrópu sem væri mjög slæmt fyrir öfgaveður því það nærist á hitamismun,“ segir Rahmstorf við Vísi. Helmingslíkur á að vendipunkti verði náð á öldinni Jarðsagan sýnir að snöggar breytingar hafi áður orðið á hafstraumum sem höfðu gríðarleg áhrif á loftslag á norðurhveli, þar á meðal á Íslandi. Á fyrri slíkum skeiðum náðu jöklar niður í fjöru og sjávarmál stóð allt að hundrað metrum hærra en nú. Rahmstorf segir að þessi hætta hafi verið vanmetin í loftslagslíkönum og skýrslum fram að þessu. AMOC sé að veikjast en óvíst sé hvenær veikingin nái þeim vendipunkti að hringrásin stöðvist alveg. Það kunni að vera nær en menn hefðu viljað. „Ég hélt einu sinni að það væri ólíkleg sviðsmynd en með nýjum vísbendingum síðustu ára tel ég líklegt að það séu um helmingslíkur að farið verði yfir vendipunktinn á þessari öld,“ segir Rahmstorf. Fleiri aldir gæti tekið fyrir veltihringrásina að ná sér á strik eftir komi til þess að hún stöðvist. Loftslagsmál Hafið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vísindi Veður Hringborð norðurslóða Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Viðvörun 44 vísindamanna frá fimmtán löndum varðar veikingu og mögulegt hrun svokallaðrar veltihringrásar Atlantshafsins (AMOC). Hún flytur hlýjan sjó úr suðurhöfum norður á bóginn og gerir aðstæður við norðanvert Atlantshaf vistlegri en annars væri. Vaxandi vísbendingar eru um að hægt hafi á hringrásinni vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Nýlegar rannsóknir benda til þess að hættan á að veltihringrásin stöðvist hafi verið verulega vanmetin. Vísindamennirnir vara við því að veikist hringrásin frekar eða stöðvist alfarið hefði það hörmulegar og óafturkræfar afleiðingar í för með sér, ekki bara fyrir íbúa Norðurlandanna heldur fyrir fleiri staði á jörðinni. Stefan Rahmstorf, þýskur hafeðlisfræðingur sem hefur verið leiðandi í rannsóknum á áhrifum hlýnunar á hafstrauma, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, starfandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, bréfið á Hringborði norðurslóða í dag. Bréfið er stílað á norrænu ráðherranefndina. Nýti styrk Norðurlandanna til að þrýsta á um hertar aðgerðir Í bréfinu hvetja vísindamennirnir norrænu ráðherrana til þess að láta meta hættuna sem stafar að Norðurlöndunum vegna breytinga á hringrásinni og grípa til aðgerða til þess að draga úr áhætunni eins mikið og hægt sé. Norðurlöndin gætu nýtt sterka stöðu í alþjóðasamfélaginu til þess að þrýsta á um að heimsbyggðin dragi hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda sem sé eina þekkta leiðin til þess að koma í veg fyrir frekari veikingu AMOC. Þau Guðfinna Þ. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, Halldór Björnsson, loftlagsfræðingur við Veðurstofu Íslands, Áslaug Gerisdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Steingrímur Jónsson, prófessor við Háskólanna á Akureyri skrifa undir bréfið auk fjörutíu erlendra sérfræðinga. Einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, Michael Mann frá Pennsylvaníuháskóla í Bandaríkjunum, er á meðal annarra sem rita undir bréfið. Mann er þekktastur fyrir „hokkíkylfugrafið“ svonefnda sem sýndi svart á hvítu hvernig meðalhiti jarðar byrjaði að hækka hratt á 20. öld í samanburði við síðustu tvö þúsund árin. Kólnun norðurhvelsis og aukið ofsaveður Í fyrirlestri sem Rahmstorf hélt í Háskóla Íslands í gær kom fram að hafsvæðið sunnan og suðvestan við Ísland væri eini staðurinn á jörðinni sem hefði kólnað frá 19. öld. Svæðið hefur verið nefndur kuldapollurinn og er talið afleiðing þess að hægt hafi á veltihringrásinni. Þar sem veltihringrásin flytur varma úr suðri til norðurs myndi kólna á norðurhveli en hlýna á suðurhveli ef slökknaði á henni. Norðurhvelið sem heild gæti kólnað um eina til tvær gráður. Þá er þó ekki gert ráð fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Staðbundnu áhrifin yrðu þó meiri og ólík frá einum stað til annars. Við strendur Noregs gæti þannig verið allt að tuttugu gráðum kaldara en nú er og á Íslandi gæti vetrarhiti orðið allt að níu gráðum lægri. „Við fengjum líklega kólnun í Norður-Evrópu en hlýnun í Suður-Evrópu sem væri mjög slæmt fyrir öfgaveður því það nærist á hitamismun,“ segir Rahmstorf við Vísi. Helmingslíkur á að vendipunkti verði náð á öldinni Jarðsagan sýnir að snöggar breytingar hafi áður orðið á hafstraumum sem höfðu gríðarleg áhrif á loftslag á norðurhveli, þar á meðal á Íslandi. Á fyrri slíkum skeiðum náðu jöklar niður í fjöru og sjávarmál stóð allt að hundrað metrum hærra en nú. Rahmstorf segir að þessi hætta hafi verið vanmetin í loftslagslíkönum og skýrslum fram að þessu. AMOC sé að veikjast en óvíst sé hvenær veikingin nái þeim vendipunkti að hringrásin stöðvist alveg. Það kunni að vera nær en menn hefðu viljað. „Ég hélt einu sinni að það væri ólíkleg sviðsmynd en með nýjum vísbendingum síðustu ára tel ég líklegt að það séu um helmingslíkur að farið verði yfir vendipunktinn á þessari öld,“ segir Rahmstorf. Fleiri aldir gæti tekið fyrir veltihringrásina að ná sér á strik eftir komi til þess að hún stöðvist.
Loftslagsmál Hafið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vísindi Veður Hringborð norðurslóða Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira