Sjáðu stikluna fyrir Kanann: „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 22:32 Margir stórkostlegir körfuboltamenn hafa komið til Íslands frá Bandaríkjunum í gegnum árin. Stöð 2/Kaninn Kaninn er ný fjögurra þátta heimildaþáttaröð sem frumsýnd verður á Stöð 2 og Stöð 2 Sport þann 24. nóvember. Stiklu fyrir þættina má nú sjá á Vísi. Þættirnir segja sögu bandarískra körfuboltamanna sem leikið hafa hér á landi allt frá því að þeir fyrstu komu hingað til lands um miðbik áttunda áratugsins. Síðan þá hafa um 1000 Kanar, karlar og konur, leikið í styttri og lengri tíma með íslenskum félagsliðum. Stikluna má sjá hér að neðan. „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni,“ segir Danny Shouse, einn af viðmælendum í þáttunum, sem varð Íslandsmeistari með Njarðvík í byrjun níunda áratugarins. „Á þessum tíma voru útlendingar ekki oft til sýnis hér á götum á Íslandi,“ segir Einar Bollason en þættirnir endurspegla einmitt stórkostlegar breytingar á íslensku samfélagi, tíðaranda og stemmningu, allt frá ævintýralegum upphafsárum þegar karfan var enn að slíta barnsskónum hér á landi til dagsins í dag. Að þáttunum standa þeir Jóhann Alfreð Kristinsson, Andri Ólafsson og Hrafn Jónsson. Þeir heimsóttu nokkrar af goðsögnum efstu deildar, líkt og fyrrnefndan Shouse, Rondey Robinson og Frank Booker, sem settu mark sitt á íþróttina og samfélagið, og veltu upp spurningunni; hvernig er að fara úr því að spila fyrir þúsundir áhorfenda í háskólaboltanum vestanhafs í að halda áfram að elta drauminn á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi? Körfubolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Þættirnir segja sögu bandarískra körfuboltamanna sem leikið hafa hér á landi allt frá því að þeir fyrstu komu hingað til lands um miðbik áttunda áratugsins. Síðan þá hafa um 1000 Kanar, karlar og konur, leikið í styttri og lengri tíma með íslenskum félagsliðum. Stikluna má sjá hér að neðan. „Þegar hann sagði Ísland hugsaði ég bara um ísbirni,“ segir Danny Shouse, einn af viðmælendum í þáttunum, sem varð Íslandsmeistari með Njarðvík í byrjun níunda áratugarins. „Á þessum tíma voru útlendingar ekki oft til sýnis hér á götum á Íslandi,“ segir Einar Bollason en þættirnir endurspegla einmitt stórkostlegar breytingar á íslensku samfélagi, tíðaranda og stemmningu, allt frá ævintýralegum upphafsárum þegar karfan var enn að slíta barnsskónum hér á landi til dagsins í dag. Að þáttunum standa þeir Jóhann Alfreð Kristinsson, Andri Ólafsson og Hrafn Jónsson. Þeir heimsóttu nokkrar af goðsögnum efstu deildar, líkt og fyrrnefndan Shouse, Rondey Robinson og Frank Booker, sem settu mark sitt á íþróttina og samfélagið, og veltu upp spurningunni; hvernig er að fara úr því að spila fyrir þúsundir áhorfenda í háskólaboltanum vestanhafs í að halda áfram að elta drauminn á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi?
Körfubolti Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira