Slátur og stuð í félagsheimilinu á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2024 14:06 Viðburðurinn fer fram í félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 20. október frá klukkan 13:00 til 16:00. Allir eru velkomnir að taka þátt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Blönduósi á morgun sunnudag því þá ætla íbúar staðarins og í sveitunum þar í kring að koma saman í félagsheimilinu og taka slátur. Búist er við góðri mætingu þar sem allir hjálpast að og njóta samverunnar í leiðinni. Viðburðurinn heitir „Sláturgerð og samvera“ og er á vegum Húnabyggðar. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur sláturgerðadagur er haldinn á Blönduósi í félagsheimilinu og því mikil tilhlökkun fyrir deginum. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð. „Við fengum þessa hugmynd síðasta vor að nýta að við erum hér með flott landbúnaðarhérað og akkúrat þegar sláturtíðin er í gangi eða er að klárast að gera eitthvað í kringum það.Þetta verður þannig að við ætlum að vera með opið hús í félagsheimilinu á Blönduósi á milli klukkan 13:00 og 16:00 þar sem ég er búin að fá til liðs við mig vanar sláturgerðarkonur og þær ætla að taka á móti fólki, fólk getur komið og hrært í sína blöndu og tekið svo með sér heim í soðið,“ segir Kristín. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, sem er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð og er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn.Aðsend Kristín lofar góðri stemmingu og ekki síður góðri samverustund í sláturgerðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. „Já allir velkomnir þannig að ég hvet fólk til að gera sér ferð hér í Húnabyggð um helgina,“ segir Kristín Ingibjörg, sem er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn á morgun og svo í næsta mánuði verður ekki síður spennandi viðburður í Húnabyggð, sem kallast „Hlátur í Húnabyggð“. Reiknað er með fjölmenni í félagsheimilið sunnudaginn 20. október.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Viðburðurinn heitir „Sláturgerð og samvera“ og er á vegum Húnabyggðar. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur sláturgerðadagur er haldinn á Blönduósi í félagsheimilinu og því mikil tilhlökkun fyrir deginum. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð. „Við fengum þessa hugmynd síðasta vor að nýta að við erum hér með flott landbúnaðarhérað og akkúrat þegar sláturtíðin er í gangi eða er að klárast að gera eitthvað í kringum það.Þetta verður þannig að við ætlum að vera með opið hús í félagsheimilinu á Blönduósi á milli klukkan 13:00 og 16:00 þar sem ég er búin að fá til liðs við mig vanar sláturgerðarkonur og þær ætla að taka á móti fólki, fólk getur komið og hrært í sína blöndu og tekið svo með sér heim í soðið,“ segir Kristín. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, sem er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð og er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn.Aðsend Kristín lofar góðri stemmingu og ekki síður góðri samverustund í sláturgerðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. „Já allir velkomnir þannig að ég hvet fólk til að gera sér ferð hér í Húnabyggð um helgina,“ segir Kristín Ingibjörg, sem er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn á morgun og svo í næsta mánuði verður ekki síður spennandi viðburður í Húnabyggð, sem kallast „Hlátur í Húnabyggð“. Reiknað er með fjölmenni í félagsheimilið sunnudaginn 20. október.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Boða til blaðamannafundar Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira